Keppendur athugið, “Mín Síða” þar sem þið skráið inn upplýsingar um keppnistæki og styktaraðila er mikilvægt að réttar upplýsingar séu skráðar.
Keppnistæki: = tegund hjóls, Undirgerð: = tegundar heiti, Slagrými: = cubic stærð, Vél: = 2T eða 4T, Lið: = Keppnislið sem viðkomandi keppir fyrir, Styrktaraðilar: = þeir sem styrkja ykkur.
Það hefur borið á því undanfarið að keppendur haldi að þetta sé einhver keppni í hver sé með mesta “húmorinn” þegar kemur að því að skrá inn þessar upplýsingar á þessa síðu, svo er ekki og eru keppendur beðnir að uppfæra og laga “Mín Síða” ef þeir hafa sleppt sér í “óþarfa upplýsingaflæði”
Við erum aðilar að ÍSÍ og erum að keyra Íslandsmótaraðir þar sem allar upplýsingar eru birtar á vef MSÍ og víðar þannig að öll “fíflalæti og bull” eru ekki liðin inn á vefnum.
Stjórn MSÍ

