Keppnisárið 2010 komið í gang hjá MSÍ

30.1.2010
Í dag laugardaginn 30. janúar fór 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fram á Mývatni. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar sá um framkvæmdina og tókst mótið vel. Keppendur fjölmenntu svo á Sel Hótel að lokinni keppni en þeir buðu upp á super tilboð á grillinu og horfði hópurinn saman á landsleik Íslands og Frakklands en verðlaunaafhending dagsins fór fram í hálfleik. Úrslit munu svo birtast hér á msisport.is innan tíðar.