Á fundi sem formenn sérsambanda ÍSÍ áttu með Víði Reynissyni var farið yfir næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Víðir kynnti þá ákvarðanir um tilslakanir á takmörkunum á samkomum, skólahaldi og skipulögðu íþróttastarfi. Breytingarnar taka gildi 4. maí. Sóttvarnalæknir leggur til að slakað verði á takmörkunum í skrefum sem endurskoðuð verði með þriggja til fjögurra vikna millibili.
Skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum
Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum:
Stjórn MSÍ hefur lagt fyrir ÍSÍ tillögur um nánari útfærslu vegna mótorhjóla og snjósleðaíþrótta og mun kynna þær reglur sem verða í gildi frá 4. maí eins fljótt og hægt er.