Stjórn MSÍ vill ítreka fyrirmæli ÍSÍ, Almannavarna og Landlæknis. Vegna samkomubanns sem stendur til 4. maí 2020 hefur öllu íþróttastarfi þar með talið akstursíþróttum og æfingum verið aflýst og frestað um óákveðinn tíma eða þangað til annað verður tilkynnt. Öllum aðildarfélögum MSÍ er skylt að loka sínum akstursíþróttasvæðum og eða fresta opnun þeirra á meðan þetta ástand varir. MSÍ hvetur aðildarfélög að koma skilaboðum til sinna félagsmanna. Einnig er þess óskað að iðkendur og keppendur virði tilmælin. „Hlýðum Víði“