MSÍ hefur farið yfir lista með keppnisnúmerum, við þessa skoðun hefur komið í ljós að 341 einstaklingur missir númerið sem viðkomandi hafði sótt um (sjá skjal). Í framhaldi af þessu hefur verið ákveðið að breyta reglum um keppnisnúmer fyrir Íslandsmeistaramót í Motocross og Enduro.
- Keppnisnúmer 0, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 getur Íslandsmeistari í Motocross MX1 flokki eða Meistaradeild Enduro sótt um ef þau eru laus.
- Keppnisnúmer frá 10 til 100 er aðeins hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í öllum umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
- Keppnisnúmer frá 101 til 500 er hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í einhverri af umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
- Keppnisnúmer frá 501 til 999 geta allir sem uppfylla lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmótinu í Motocross og Enduro á yfirstandandi keppnistímabili sótt um. Einnig þeir sem uppfylla skilyrði 1, 2 og 3 sótt um þessi númer.
Til þess að viðhalda keppnisnúmeri verður keppandi að hljóta stig í einhverri af umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro á hverju keppnistímabili. Keppendur þurfa þó að hafa hlotið stig til Íslandsmeistara í Motocross eða Enduro tvö ár í röð til þess að öðlast rétt til númeraskipta.
Númeraskiptatímabil verður auglýst á hverju vori þegar búið er að yfirfara keppnisnúmeralista fyrra keppnistímabils. Þá geta aðeins þeir sem uppfylla skilyrði 1, 2 og 3 sótt um skipti.
Fyrir keppnistímabilið 2008 verða númeraskipti frá 1. til 3. mars. Opið verður fyrir allmennar úthlutanir eftir 20. mars 2008.
Listi yfir einstaklinga sem missa keppnisnúmer fyrir Íslandsmeistaramót í Motocross og Enduro 2008.

