Keppnisstjórnarnámskeið MSÍ fyrir 2009 keppnistímabilið

19.9.2008

Frá og með næsta keppnisári MSÍ 2009 þurfa allir lykilstarfsmenn sem starfa við keppnishald að sækja námskeið hjá MSÍ og munu öðlast A og B réttindi að námskeiði loknu. Keppnisstjórar, brautarstjórar, skoðunarmenn og tímatökustjórar þurfa að sækja námskeiðið til að öðlast réttindi. Haldin verða 2 námskeið í nóvember, í Reykjavík og Akureyri. Námskeiðin verða öllum opin en viðkomandi umsækjendur þurfa að sækja um í gegnum formann sýns aðildarfélags. Nánari reglur um réttindi til keppnisstjórnar verða birtar í byrjun október.

Reykjavík. 19.09.2008

Stjórn MSÍ