Keppnissumarið í enduro 2016 hefst á morgun

13.5.2016

Sumarið lofar góðu í mótorhjólaheimum en fyrsta keppnin í Íslandsmótinu í enduro fer fram á Hellu á morgun. Skráningin tók góðan kipp í lokin enda stefnir í frábært veður á Hellu á morgun. Það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn sem stendur fyrir þessari keppni þar sem verða keyrðar tvær umferðir sem skila stigum til Íslandsmeistara. Ríflega 80 manns eru skráðir til keppni í nokkrum flokkum og vekur sérstaka athygli að hvorki fleiri né færri en 6 kempur eru skráðar í flokkinn 50+ og 14 manns eru skráðir í Meistaraflokk. Athygli vekur að einn útlendingur, Daniel Sadlek er skráður til keppni en hann kemur á vegum Jóhannesar Kef Tryggvasonar og verður gaman að sjá hvernig honum gengur í svarta sandinum.

Keppnin fer fram á torfærusvæðinu rétt austan við Hellu og verður startað kl. 11.20 í fyrri umferðina og kl. 14 í seinni umferð. Svæðið er frábært og mjög áhorfendavænt og verður án efa mjög gaman að sjá menn slást við brekkurnar og börðin sem brautin liggur um.

Góða skemmtun og sjáumst á morgun