Off-Road Challenge 6 tíma keppninni á Klaustri hefur verið frestað vegna eldgosins í Grímsvötnum. Keppnisstjórn VÍK tók þessa ákvörðun á mánudagsmorgun 23.05. eftir að fréttir bárust frá Klaustri um gríðarlegt öskufall eins og flestum er kunnugt. Vonir standa til að hægt verði að halda keppnina síðar í sumar eða með haustinu. Keppnisstjórn VÍK mun á næstunni verða í sambandi við ábúendur á Ásgarði og heimamenn með framvindu málsins. Nánari uppfærðar upplýsingar munu birtast hér á msisport.is og á motocross.is