Kreppukeppni Þorlákshöfn 23.10. 2010

13.10.2010
Þá er komið að hinni árlegu “Kreppukeppni í Þorlákshöfn” en hún fer fram laugardainn 23.10. 2010 Keppt verður í 85cc, B 40+, B flokki, MX-Kvenna, MX-Unglinga, MX-2 og MX-Open flokkum. Minnst 3 keppendur þurfa að vera skráðir í flokk til þess að viðkomandi flokkur telji til verðlauna en heimamenn eru þekktir fyrir glæsileg verðlaun í öllum flokkum þannig að það er engin afsökun að mæta ekki. Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 21.10. og keppnisgjaldið er aðeins 3.000,- í alla flokka.