Landslið MSÍ í Moto-Cross heldur næstu daga til Bretlands til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram á Donington brautinni dagana 26.-28. september. Aron Ómarsson er komin til Bretlands en hann mun nota næstu daga til æfinga hjá Ed Bradley. Einar Sigurðarson og Valdimar Þórðarson fara utan næsta fimmtudag. Liðstjóri liðsins Haukur Þorsteinsson mun fara utan á miðvikudag til að sækja bíl, keppnishjól og annan búnað sem sendur var með sjófrakt. Hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum á Eurosport og www.motocrossmx1.com