Liðakeppni MX og Enduro CC 2011

9.11.2011

Eins og síðastliðin ár fór fram liðakeppni innan þeirra flokka sem keyrðir eru í Íslandsmótaröð MSÍ í MX og Enduro CC. Í reglum um liðakeppni kemur fram að til þess að liðakeppni sé gild í viðkomandi flokki og það séu veitt verðlaun á lokahófi MSÍ þurfi að lágmarki að vera skráð 3 lið í flokknum. Því miður erum við að glíma við fækkun keppenda í flestum flokkum og aðeins í MX-Open og MX-Unglingaflokki náðust 3 lið eða fleiri til þess að liðakeppni væri lögleg samkvæmt reglum MSÍ. Til þess að sporna við þessari fækkun keppnisliða var meðal annars fækkað í liðum í 2-3 keppendur í stað 3-4. Þetta hefur þó ekki skilað árangri og er þar á meðal að kenna ónógri kynningu MSÍ á liðakeppninni og stafar það fyrst og fremst af manneklu þar sem fáar hendur vinna flest verkin. Þetta er klárlega eitthvað sem vinna þarf að og það gerist ekki nema að við stöndum saman og vinnum að uppgangi sportsins með kynningu ofl.

Við erum að glíma við svipuð vandamál í Kvartmílu og Sandspyrnu þar sem svo fáir keppendur mæta að flokkar teljast vart löglegir til þess að geta verið Íslandsmeistarakeppnir. Einnig er sama vandamál með 85cc flokk í Enduro CC en þar voru aðeins 3 keppendur í sumar en þurfa að vera að lágmarki 5 til þess að flokkur sé löglegur samkvæmt reglum MSÍ.

Hér að neðan er að finna öll skráð lið í MX og Enduro CC ásamt reglum um liðakeppni.

Moto-Cross lið 2011, úrslit.

Enduro CC lið 2011, úrslit.

Liðakeppnisreglur MSÍ