Ljósmyndun á MSÍ viðburðum.

29.6.2013

Ljósmyndurum er heimilt að taka myndir af öllum viðburðum sem fara fram undir merkjum MSÍ hvort sem um er að ræða bikar eða Íslandsmót. Heimilt er að nota allar myndir til birtinga í tímaritum, dagblöðum og vefmiðlum ofl.

Ljósmyndari getur óskað eftir því við viðkomandi keppnisstjórn að fá leyfi til að fara um keppnissvæði þar sem áhorfendum er ekki heimill aðgangur, það er á ábyrgð viðkomandi keppnisstjórnar hvort leyfi sé veitt. Hafi ljósmyndari fengið leyfi viðkomandi keppnisstjórnar skal hann klæðast öryggisvesti í skærum lit og hlíða í einu og öllu tilmælum keppnisstjórnar.

Ljósmyndari getur einnig óskað eftir leyfi stjórnar MSÍ fyrir því að ljósmynda á öllum viðburðum sambandsins en þarf ávallt að tilkynna sig til viðkomandi keppnisstjórnar hverju sinni.

Myndbandsupptökur á viðburðum MSÍ eru öllum heimilar til eigin nota og til birtingar í vefmiðlum ef um einkanot er að ræða. Einnig er heimil notkun til fréttaflutnings af viðburðum MSÍ.

Einstaklingar og eða fyrirtæki sem vilja fara í þáttagerð eða framleiðslu myndbandsefnis sem hugsað er til sölu eða birtingar í sjónvarpi skulu sækja um leyfi fyrir slíku til stjórnar MSÍ ef um Íslandsmótaröð er að ræða í viðkomandi íþróttagrein. Ef um er að ræða bikarmót og eða sýningu er það á valdi viðkomandi aðildarfélags MSÍ að veita slíkt leyfi.