Miðasala er hafin á lokhóf MSÍ.
Lokahóf MSÍ verður haldið 13. október í Hard Rock kjallaranum Lækjargötu. Árið verður gert upp með verðlaunaafhendngu og Íslandsmeistarar í öllum flokkum verða krýndir, ný myndbönd frumsýnd ofl.
Veislustjóri er Atli Þór úr Bakaríinu á Bylgjunni og Kiddi Bigfoot sér um að þeyta skífum. Þriggja rétta veislumatseðill.
Húsið opnar kl. 19:00, miðaverð kr. 9.900,-
Miðasalan er á vef msisport.is og sama aðferð er notuð og til þess að skrá sig í keppni. Einnig eru miðar seldir í Nítró.