Lokaumferð Íslandsmótsins í MX um helgina.

16.8.2010
Laugardaginn 21. ágúst fer fram 5. og síðasta umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross. Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu / Litlu Kaffistofuna. Unnið hefur verið í lagfæringum á brautinni síðustu daga og ætlar mótstjórn að hafa brautina í fullkomnu ástandi á keppnisdag. Skráning er til miðnættis á morgun þriðjudaginn 17. ágúst.