“Main Jettinn” tók hús á Einari Sigurðarsyni Íslandsmeistara í Moto-Cross 2008 og spurði hann um keppnistímabilið 2008 og hvað væri framundan.
Hver var undirbúningur þinn fyrir keppnistímabilið ?
Satt best að segja var undirbúningurinn fyrir 2008 ekkert mjög alvarlegur, Ég hjólaði mikið en var eiginlega frekar slakur og var bara að reyna að hafa gaman af þessu.
Hápunkturinn Var auðvitað vetrarenduroið, svo sleppti ég alveg að fara erlendis sem ég hef ekki gert lengi.
Hvernig fór keppnistímabilið 2008 með þig ?
Ég slapp alveg óslasaður sem er ekki sjálfgefið í þessu sporti. Kannski er ég bara orðin gamall og hræddur.
Ég held samt ekki þar sem ég er eiginlega orðin hræddur við hvað maður er orðin kærulaus í akstrinum, það er einsog þetta sleppi alltaf einhvernvegin.
Svo er ég orðin smá áhyggjufullur yfir því að ALLTAF þegar ég brotna þá hefur það orðið minna og minna vont, einsog það sé að venjast.
Hvaða keppni var skemmtilegust og af hverju ?
Það var eiginlega motocrossið á Sauðárkróki, annars finnst mér allt út á landi skemmtilegt.
Mér þykir mjög gaman að ferðast og allt vesenið í kringum það.
Svo er út á landi liðið svo skemmtilegt og gott fólk.
Varstu sáttur við keppnisdagatalið 2008 og eru einhverjar breytingar sem þú myndir vilja sjá ?
Mér er alveg sama. Ég væri til í að keppa allar helgar nema yfir jólin. Ég var alveg sáttur við dagatalið. Hins vegar er ég hissa á því að menn sem virðast vera hel-illir í sportinu tími ekki að fórna Verslunarmannahelginn í keppni á Akureyri.
Þá er motocrossið greinilega ekki í fyrsta sæti. Kannski skýring á því að við erum ekki framar en við erum.
Hvaða Moto-Cross braut landsins er í mestu uppáhaldi hjá þér og af hverju ?
Mér er nokkuð sama ef hún er í einhverju standi, ég get verið alveg einhverfur einsog gullfiskur og keyrt
stanslaust í hringi hvar sem er. (Hey! Kastali!……. Hey! Kastali!……. Hey! Kastali!……. Hey! Kastali!…….)
Hvernig byrjar þú keppnisdaginn ?
Á hafragraut.
Hvaða breytingar viltu sjá á keppnistímabilinu 2009 ?
Mér finnst enduruoið í einhverri “Krísu” . Mér þykir engin svaka gleði yfir því lengur (kannski af því ég vann ekki J).
Ég held að við þurfum algera uppstokkun á því, eitthvað alveg nýtt.
Ég hitti Gunna #25, Kára #46 og Gulla #757 fyrir tilstilli Valda #270 á Ásláki um daginn og voru viðraðar nokkrar byltingakenndar útgáfur af Enduro-keppnishaldinu.
Þar var mikill áhugi fyrir að hafa eina sandkeppni eins og í Þorlákshöfn um árið 2000, Það komu hugmyndir um að hafa leiðakeppni (ekki hringja) með Specal-testum svipað og er í heimsmeistarakeppninni. Það voru hins vegar allir sammála um að það yrði ansi erfitt að manna það.
Mér þykir keppendafjöldinn gríðarlegt áhyggjuefni og skipting í A og B flokk alveg fráleit. A-flokkurinn er að verða ansi þunnur.
Ég held að allir séu samála um að það sé svolítið þreytt að starta í seinni umferðina, það mætti jafnvel vera ein umferð og lengri.
Erfiðleikastigið sem hefur verið undanfarið virðist ekki vera til þess fallið að auka keppandafjöldann.
Við þurfum að fá miklu meira af þessum venjulegu hjólamönnum sem kepptu á klaustri.
Annars þurfa allar breytingar að vera afskapalega vel hugsaðar það er svo auðvelt að líta gáfulega út. Hvað þá að slá upp einhverjum svona gáfulegum hugmyndum að erlendri fyrirmynd þar sem keppendur eru yfir 500, sjálfboðaliðar 100 og keppnisgjald 15 þúsund.
Ertu með einhver skilaboð til ungu keppendanna ?
Vera jákvæð,
Það er meira atrið að fara hratt en að líta útfyrir að fara hratt.
Bera virðingu fyrir eftirfarandi fólki:
1. Pabba sem borgar
2. Sponsernum
3. Gaurnum sem lagar brautina
4. Gaurnum sem setur okkur í víti eða refsingu
5. Fólkinu sem starfar við keppnishaldið
6. Öllum hinum snillingunum sem er að leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu til að við getum stundað þetta frábæra sport.
Mesta mótorhjólahetjan ?
Gunni Málari
Flatkaka með hangikjöti eða Pizza með pepperoni ?
Þetta er svona eins og að spyrja: Kawasaki eða Suzuki? Bæði ágætt, mundi frekar vilja Appelsínu
Slanga eða Mús ?
Fyndið að þú skulir spyrja að því. Ég var að taka úr sprungna slöngu.
Ég keyri alltaf á mús, það kostar meira í uppahafi en þegar manni blöskrar kostnaðurinn við þetta allt saman þá fer maður að keyra á slöngu (svona annað hvert ár).
Hins vegar held ég það aldrei lengi út vegna þess að ég kemst í mesta lagi hálfan túr þá rifjast upp aftur af hverju ég er ALLTAF á mús.
95 octan eða V-Power ?
95 það stendur í manualinum!!! Ég er svaka lítill áhugamaður um að kaupa kraftlaust hjól og gera svo allt til að reyna að gera það kraftmeira.
Ég kaupi bara alltof kraftmikið hjól og gef svo bara minna í.
Bestu dekkin ?
Nokkrar einfaldar reglur: Maður hringir frítt TAL í TAL hinir geta bara hringt í þig ef þeim vantar eitthvað. Hnén ver maður með CTI-spelkum, borðar KFC og Kit Kat í eftirrétt. Notar Advance olíu á hjólið, geymir peningana í BYR og keyrir að sjálfsögðu KTM á Michelin dekkjum með Micehlin mús. Síðan ef þú varst að skortselja í Landsbankanum og ætlar að fara að byggja í kreppunni þá lætur maður Hús-art teikna höllina og kaupir allar græjurnar í Iðnvélum.
Hvað á að gera um jólin ?
Bara hafa það gott eins og öll hin.
Eitthvað að lokum sem brennur á þér ?
JÁ!!!
Mig langar allra mest að þakka konunni minni fyrir stuðninginn hún er ekkert að grínast þegar það er Race.
Helga og Kalli hafa stutt mig óendanlega í gegnum öll árin. Takk fyrir mig!
Gunni Málari nennir alltaf að hjóla. Borgaði sjálfur flug,uppihald,húsbíl og miða inná MXON tvö ár í röð bara til að vera í service hjá mér. Er hægt að biðja um meira?
Andri, Jóhannes, Guðjón, Gulli, Einar, Hjörtur, Stebbi, Sigurjón, Hannibal, Robbi, Gummi og Halldór Læknir. Það er alveg ljóst að það eru nokkrir bikarar á hillunni minni sem þið eigið. Takk fyrir.
MSÍ, VÍK, MOTO MOS, VÍR, VS, AÍH, KKA, VÍFA. Takk fyrir óeigingjarnt starf í mína þágu.
Allir þeir sem gerðu mér kleift að komast tvisvar á MXON. Takk!
Allir hinir sem ég er að gleyma fá bara í glas á árshátíðinni.
“Main Jettinn” þakkar Einari Sig fyrir skemmtileg svör.
Næst tekur “Main Jettinn” hús á Valdimar Þórðarsyni Íslandsmeistara 2008 í Enduro.

