"Main Jettinn" í heimsókn hjá Valda #270 Íslandsmeistara í Enduro 2008

3.11.2008

“Main Jettinn”  tók hús á Valdimar Þórðarsyni Íslandsmeistara í Enduro 2008 og spurði hann um keppnistímabilið 2008 og hvað væri framundan.


Hver var undirbúningur þinn fyrir keppnistímabilið ?

Það var eiginlega bara að fara í vetrarenduro og burðarenduro um veturinn, en
þegar það fór að fora fór ég að hjóla í hringi.

Hvernig fór keppnistímabilið 2008 með þig ?

Enduro tímabilið heppnaðist mjög vel hjá mér, vann 2 keppnir af 3 og endaði sem meistarinn 🙂
Motocrossið byrjaði illa því ég slasaði mig á öxl 3 dögum fyrir fyrstu keppni þannig að ég gat ekkert beitt mér í henni.
Keppti samt til að ná mér í einhver stig, en kláraði ekki einusinni í topp 10.
Eftir þá keppni gekk sumarið mun betur og ég náði að vinna mig upp í 2. sæti

Hvaða keppni var skemmtilegust og afhverju ?

Enduro-ið á Sauðárkrók, af því að brautin var ný og OFSA skemmtileg

Varstu sáttur við keppnisdagatalið 2008 og eru einhverjar breytingar sem þú myndir vilja sjá ?

Jájá, semmy, hefði viljað sleppa AK um versló, en annars bara fínt.
Ég vil sjá breytt keppnisfyrirkomulag í enduro-inu. þ.e. hafa enduro keppnir en ekki cross country eins og hefur verið.

Hvaða Moto-Cross braut landsins er í mestu uppáhaldi hjá þér og afhverju ?

Úfff þær eru svo misjafnar eftir því hvernig standi þær eru.
En miðað við að þær væru allar eins góðar og þær gætu verið held ég að það sé Álfsnes eða Ólafsvík.

Hvernig byrjar þú keppnisdaginn ?

Vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina og fæ mér að borða, fer á fætur kl 6 og skokka 3 km, tek svo 100 armbeigjur….. neeeee smá djók.
Ég vakna bara, borða mikið og fer á keppnisstað.

Hvaða breytingar viltu sjá á keppnistímabilinu 2009 ?

-Enga keppni um versló.
-Breytt keppnisfyrirkomulag í enduro-inu eins og ég kom inná áðan.
-Ég vil sjá vetrarenduro keppnir yfir vetrartímann, (taka Svíana til fyrirmyndar)
– Ég vil hafa six-days inná dagatalinu og fá stuðning frá MSÍ til þess að valdir menn geti farið þangað alveg eins og á MXON. (Held að Íslendingar séu mun betri í enduro en í  MX).

Ertu með einhver skilaboð til ungu keppendanna ?

Hættiði að æfa ykkur í að vippa og reyna að lúkka á pöllunum, þið farið ekkert hraðar á því, eyðið frekar þeim tíma í að reyna að keyra hraðar í beygjum því þar skilur á milli þeirra sem eru góðir og lélegir.
Gefið enduro-inu séns og æfið ykkur líka í því, það er skemmtilegt líka 😉

Mesta mótorhjólahetjan ?

David Knight

Flatkaka með hangikjöti eða Pizza með pepperoni ?

Flatkakan í forrétt og 18″ pizzuna í aðalrétt, svo væri ég alveg til í að fá amerískar pönnsur með súkkulaðibitum útí og sírópi. DR.Pepper að drekka með takk 🙂

Slanga eða Mús ?

Slanga á veturna og Mús á sumrin.

95 octan eða V-Power ?

Alveg sama, hvor bíður betur ?

Bestu dekkin ?

Maxxxxxis

Hvað á að gera um jólin ?

Hjóla og borða ofsa mikið

Eitthvað að lokum sem brennur á þér ?

Já, ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér við þetta hjólasport, og þá sérstaklega mömmu og pabba sem hafa alltaf hjálpað mér og nánast mætt á allar keppnir sem ég hef keppt í síðustu 10 ár, Guðbjörgu Sæunni kærustu minni fyrir ALLAN stuðninginn og að hafa skilning á vitleysunni í manni, hvatt mig og stutt mig áfram eins og enginn væri morgundagurinn, peppað mann upp og virkjað keppnisskapið í mér, (eitthvað sem hún hefur nóg af), Döddu systir, Ólöfu og Friðrik tengdó sem elta mann um allt land og hvetja mann eins og þeim einum er lagið, Gunnari Friðrik fyrir alla hjálpina og velviljann, öllum sponsorunum mínum, og öllum þeim sem að hafa á einn eða annan hátt stutt mig.

Þetta er ekki sjálfgefið að hafa svona lið sem styður við bakið á manni og er
alveg á hreinu að ég gæti þetta ekki án þeirra, svo TAKK AFTUR.

Svo þurfa allir að fjárfesta í ljósum fyrir veturinn og koma að hjóla og hafa
gaman í vetur 🙂
Og já,,, ég er byrjaður að blogga, kíkið inná www.valdi270.tk

Gleðilega kreppu :Þ

 

“Main Jettinn” þakkar Valda fyrir skemmtileg svör.

Næst tekur “Main Jettinn” hús á Stefáni Gunnarssyni, baðverði í Mývatnssveit.