Mistök urðu við útreikning úrslita í 5. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fram fór laugardaginn 11. ágúst á Akureyri. Signý Stefánsdóttir varð í þriðja sæti samkvæmt úrslitum en Signý kláraði ekki 1. umferð dagsins og var því stigalaus úr þeirri umferð. Einey Ösp Gunnarsdóttir átti að vera í 3. sæti og hafa úrslit verið leiðrétt. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum.