Stjórn MSÍ hefur gert samning við Kukl ehf. og Magnús Þór Sveinsson um framleiðslu á sjónvarpsþáttum um Íslandsmeistaramótið í Moto-Cross. Samningur þessi er fyrir keppnistímabilið 2009 og er um framleiðslu og sýningar á 5 þáttum sem sýndir verða á Ríkissjónvarpinu í sumar.
MSÍ styrkir þáttagerðina en einnig koma að framleiðslunni sem kostendur Snæland Video og verslunin Púkinn.
Stjórn MSÍ

