Motocross dagskrá 2018 komin

7.6.2018

Kæru félagsmenn, keppendur, foreldrar og forráðamenn, og aðrir.

Eftir miklar vangaveltur og pælingar hvað hægt sé að gera til að sporna við enn frekari fækkun keppenda á Íslandsmótum í Motocross var samþykkt inróma á stjórnarfundi í gær, ný dagskrá og flokkaskipan á Íslandsmóti í Motocross 2018.

Ég hvet alla til að lesa póstinn vel, kynna sér dagskránna, spurja ef einhverjar spurningar vakna, eins benda á ef eitthvað virðist óljóst eða óskýrt.

Einnig vil ég biðja fólk um að horfa jákvæðum augum til breytinganna, því allt er þetta gert til þess að þóknast ykkur sem keppendum og aðstandendum. Það er því miður alltaf þannig að ekki er hægt að koma til móts við alla, en við reynum okkar besta að miðla okkar reynslu til að breyta sportinu til hins betra svo að allir njóti góðs af.

Eins og þið vitið líka þá erum við búin að taka í notkun nýtt skráningarkerfi, og eins og alltaf með svoleiðis hluti, þá eru byrjunar örðugleikar sem tekur tíma að aðlagast, en í heildina litið er þetta kerfi MUN betra fyrir alla, og vonumst við til að ALLT verði orðið 100% áður en langt um líður. Með þessum orðum, vil ég koma á framfæri að erfitt er að gera stórar breytingar á skráningarkerfi fyrir Sólbrekku þar sem skráning er langt á veg komin, en það er þó eitthvað sem við gerum þá handvirkt og kippum svo í liðinn fyrir næstu keppni!

Hér koma því næst helstu breytingar, LESIÐ VEL!

 

85cc Flokkur:

85cc flokkur helst óbreyttur áfram.
85cc hjól
85cc hjól steplur
85cc hjól 12-13 ára

 

Opinn Kvennaflokkur:

Opinn kvennaflokkur helst áfram óbreyttur.
Frá 15. aldursári og uppúr
Hjólastærðir: 85cc – 650cc

 

Byrjendur:

Þessi flokkur er “nýr” og eingöngu ætlaður BYRJENDUM
Hjólastærðir: 125cc – 650cc

 

Unglingaflokkur:

Unglingaflokkur helst áfram óbreyttur:
Frá 14.aldursári að 18.aldursári
125cc / 250f

 

Mx2:

Mx2 flokkur helst óbreyttur
125cc / 250f
Frá 15. aldursári og uppúr

 

MxOpen: (ath breytingar!)

30+ er nýr flokkur innan MxOpen sem ekki telur til Íslandsmeistara. Verðlaunað er fyrir fyrstu 3 sætin í þessum flokk í hverri keppni. Lendi viðkomandi ökumaður í fyrstu þrem sætum í heildina eftir daginn, tekur sá ökumaður verðlaun úr MxOpen flokk, en ekki 30+.

Ætlast er til að þeir sem hafa keyrt í B-flokki í gegnum árin hafi nú gulrót til þess að færa sig upp í MxOpen og vinna þá til verðlauna í 30+, 40+ eða 50+ flokkunum.

40+ helst áfram óbreyttur.
Þessi flokkur telst til Íslandsmeistara.

50+ helst áfram óbreyttur
Þessi flokkur telst ekki til Íslandsmeistara
Einstaklingar í þessum flokki eru “sjálfkrafa” skráðir í 40+ líka og telja stig til íslandsmeistara. Hinsvegar ef þeir lenda á verðlaunapalli í 40+ á keppnisdegi, fá þeir ekki verðlaun í 50+ flokknum líka.

Eingöngu er hægt á fá verðlaun í einum flokki á hverjum keppnisdegi innan MxOpen.

 

Lengd umferða

Ákveðið hefur verið að jafna lengd umferða í öllum flokkum. Þetta er gert til þess að að jafna leikinn og sporna við enn frekari minnkun í Meistaraflokkum.

Allir flokkar keyra því nú:
15mínútur + 2 hringi
2x moto á dag

 

Dagskrá

Dagskráin er sett upp með því hugarfari að stytta keppnisdaginn svo um munar.

Skoðun er höfð í tvo tíma, svo að þeir sem keyra í MxOpen og búa útá landi, hafi rýmri tíma til að koma sér á svæðið.

Einnig er hún sett þannig upp til þess að hvetja Mx2, Unglinga, Kvennaflokk og byrjendur til þess að taka þátt í MxOpen flokknum seinna um daginn með því að hafa næga hvíld á milli þeirra flokka.

Í nýja skráningarkerfinu er hægt að skrá sig í eins marga flokka og þig lystir, en þú greiðir alltaf bara eitt keppnisgjald.

—-

Með von um jákvæðar og bjartsýnar undirtektir,

Aron Ómarsson og Bjarki Sigurðsson
Torfæruhjóladeild MSÍ

 

Motocross-dagurinn