Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttaþing!

16.11.2021

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttaþing var haldið 13. nóvember 2021 í sal ÍSÍ.

þeir sem voru mættir í nýrri stjórn MSÍ frá vinstri:  Guðmundur Gústafsson, Sveinn Logi Guðmannsson, Pétur Smárason, Jónatan Þór Halldórsson, Daði Þór Halldórsson og Ingólfur Snorrason. Á myndina vantar Björk Erlingsdóttur og Karl Gunnlaugsson

Þingið fór vel fram í alla staði og mikill hugur í mönnum. Jón H. Eyþórsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Mikið og öflugt starf hefur verið í ár bæði á torfæruhjólum og götuhjólum og afreksstarfið og öryggismál með mikla áherslu. Jón tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Þrándur Arnþórsson, framkvæmdastjóri MSÍ fór yfir reikninga ársins og drög að fjárhagsáætlun.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, ávarpaði þingið og benti á ýmis atriði sem þarf að hafa í huga og mætti laga.

Jón H. Eyþórsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Jónatan Þór Halldórsson bauð sig fram sem formann og framkvæmdastjóra og var einróma kjörinn sem formaður MSÍ til næsta ársþings.

Pétur Smárason og Guðmundur Gústafsson voru kosnir í stjórn MSÍ til næstu tveggja ára.
Karl Gunnlaugsson og Björk Erlingsdóttir sitja áfram í  stjórn MSÍ til næsta ársþings.

Ingólfur Snorrason, Sveinn Logi Guðmannsson og Daði Þór Halldórsson voru kjörnir í varastjórn til eins árs.

Halldóra Ósk Ólafsdóttir og Ingimundur Helgason voru einróma kjörin endurskoðendur sambandsins.

Jóhannes Már Sigurðarson, Birgir Birgisson og Arinbjörn Rögnvaldsson voru einróma kjörnir í dómstól MSÍ.

Þinggerðir er hægt að lesa á vef MSÍ.

Á myndinni eru frá vinstri: Þrándur Arnþórsson, Jónatan Þór Halldórsson og Jón Eyþórsson. Jónatan er nýkjörinn formaður MSÍ og tekur jafnframt að sér stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Jón var að hætta sem formaður MSÍ og Þrándur er að hætta sem framkvæmdastjóri MSÍ.