MSí akstursíþróttamaður & kona ársins 2009

11.11.2009

Laugardaginn 14. nóvember á Uppskeruhátíð MSÍ munu akstursíþróttamaður og akstursíþróttakona ársins 2009 verða krýnd. Þeir einstaklingar sem munu hljóta titlana verða einnig fulltrúar sportsins okkar við val á íþróttamanni ársins 2009 í lokahófi félags íþróttafréttamanna og ÍSÍ sem haldið er ár hvert í kringum áramótin.

Árið 2008 voru það Jónas Stefánsson og Signý Stefánsdóttir sem valin voru.

Fyrir árið 2009 eru eftirfarandi útnefndir:

Aron Ómarsson Íslandsmeistari í MX Open. Bjarki Sigurðsson Íslandsmeistari í MX Unglinga,
Íslandsmeistari í Snocross Sportflokki og Íslandsmeistari í Enduró Tvímenningi. Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduró. Eyþór Reynisson keppandi í MX og yngsti keppandi til þess að vinna keppni í MX-Open.

Aníta Hauksdóttir Íslandsmeistari MX Kvenna. Bryndís Einarsdóttir 9. sæti í Sænska Meistaramótinu kvennaflokk og31. sæti í heimsmeistaramótinu í MX kvennaflokk. Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari Ískross Kvenna og36. sæti í heimsmeistaramótinu í MX kvennaflokk.

Spennandi verður að sjá hverjir hljóta titlana í ár.