Keppendur sem hafa aðgang að skráningarkerfi MSÍ geta forskráð upplýsingar um keppnistæki, styrktaraðila og fleira þar á meðal númer á sendi. Þegar búið er að skrá þessar upplýsingar þá koma þær með öðrum upplýsingum úr Felix inní skráningu viðkomandi.
Ef keppandi sem á ekki sendir fær lánaðan hjá einhverjum þá er nauðsinnlegt að skrá MSÍ númerið við skráningu í keppni (síða tvö í skráningarferlinu).
Það er mjög mikilvægt að þett sé gert því það er gríðarlega tímafrekt að para saman keppendur og senda. Það eru alltaf í hverri keppni einhverjir sem telja að þeir sem sjá um tímatöku hafi ekkert betra að gera en að para þá við sendinn.
Nú eru nýir aðilar að taka við búnaðinum og þeir hafa fult í fangi með að keyra keppnirnar þó það sé ekki verið að auka á þá álagið. Ef keppendur uppfylla ekki þessa skyldu sína að skrá MSÍ númerið þá er málið einfalt, engin sendir skráður = engin tími.
Hér er hægt að nálgast listann í stafrófsröð
Hér er hægt að nálgast listann í númeraröð
Tímaverðir
ATH: Nú eru 14 keppendur skráðir í 1. umferð íslandsmótsins í Snocross en 30% þeirra sem hafa skráð sig hafa ekki skráð númerið við skráningu.

