Stjórn MSÍ hefur ákveðið að styrkja aðildarfélög sem standa að keppnishaldi í Íslandsmótaröðum sambandsins til kaupa á fjarskiptabúnaði. Samhliða þessu hefur MSÍ fengið úthlutaðri tíðni (rás) til notkunar fyrir aðildarfélög um allt land. Tíðnin (rásin) var áður í eigu KKA sem framseldi hana til MSÍ til þess að öll fjarskipti aðildarfélaga gætu farið fram um sömu tíðni (rás). Hér er um mikið öryggismál að ræða og farsælt að málið sé komið í fastar skorður.
16 VHF talstöðvar verða keyptar af VÍK, VÍR og MotoMos til notkunar við keppnishald á stór Reykjavíkursvæðinu. 4 VHF talstöðvar verða keyptar af VM á Mývatni og KKA á fyrir 12 VHF talstöðvar.
Tíðni MSÍ er VHF 152,475 MHz / Notkunarsvæði er landið allt.
kveðja,
Stjórn MSÍ

