Mikill kraftur hefur verið í MX starfinu undanfarin ár og stefnt að enn öflugra Motocrossi í ár.
Nokkrar breytingar er verið að gera á reglum og er þeim ætlað að styrkja keppnishaldið á nýju ári. Stærsta breytingin er að MX2 Hobbý flokkur verður keyrður með unglingum en MX2 og MX1 keyra saman til Íslandsmeistara.
Fjórar keppnir verða til Íslandsmeistara og verða þær á Akranesi, Akureyri, Selfossi og Bolöldu.
MX dagurinn er spennandi. Keyrð verða þrjú 12 mínútna mótó í öllum flokkum.
Nú er rétti tíminn til að skipuleggja sumarið!