MX Bikarmót í Ólafsfirði

17.6.2009

Nú er búið að opna fyrir skráningu í MX Bikarmót sem haldið verður í mikið endurbættri og lengdri braut í Ólafsfirði. Helgi Reynir er búinn að fara á kostum á jarðýtunni og gera þessa braut hrikalega flotta. Ólafsfirðingar eru stórhuga og stefna að Íslandsmóti á næsta ári, þannig að nú er um að gera að taka 27 júní frá í geðveikt motocross í Ólafsfirði á vægu gjaldi.

Skráning í keppnina er á msisport.is sjáumst í firðinum

kv VÓ