MX of Nation 2014

25.11.2013
Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í “Red Bull” mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.