Nefndir MSÍ

29.11.2015

Moto-Cross og Enduronefnd:

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um reglur fyrir motocross, enduro og íscross keppnir á vegum MSÍ og uppfærslur á þeim ár hvert ef þörf er á. Nefndin er stuðningaðili mótshaldara hverju sinni þ.e.a.s. ef mótshaldari þarf á faglegri ráðgjöf varðandi túlkun reglna eða til að framfylgja þeim ef um vafaatriði er að ræða fyrir mótshald.

Nefndin ber einnig ábyrgð á utanumhaldi á úrslitum úr þessum greinum og undirbýr verðlaunafhendingu á Íslandsmeisturum ár hvert ásamt því að vinna tillögur til stjórnar varðandi val á Íþróttamanni ársins og öðrum tilnefningum sem hefð er fyrir.

Kvartmílu og götuhjólanefnd:

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um reglur fyrir götuhjóla og sandspyrnu keppnir á vegum MSÍ og uppfærslur á þeim ár hvert ef þörf er á. Nefndin er stuðningaðili mótshaldara hverju sinni þ.e.a.s. ef mótshaldari þarf á faglegri ráðgjöf varðandi túlkun reglna eða til að framfylgja þeim ef um vafaathríði er að ræða fyrir mótshald.

Nefndin ber einnig ábyrgð á utanumhaldi á úrslitum úr þessum greinum og undirbýr verðlaunafhendingu á Íslandsmeisturum ár hvert ásamt því að vinna tillögur til stjórnar varðandi val á Íþróttamanni ársins og öðrum tilnefningum sem hefð er fyrir.

Sno-Crossnefnd:

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um reglur fyrir snocross keppnir á vegum MSÍ og uppfærslur á þeim ár hvert ef þörf er á. Nefndin er stuðningaðili mótshaldara hverju sinni þ.e.a.s. ef mótshaldari þarf á faglegri ráðgjöf varðandi túlkun reglna eða til að framfylgja þeim ef um vafaathríði er að ræða fyrir mótshald.

Nefndin ber einnig ábyrgð á utanumhaldi á úrslitum úr þessum greinum og undirbýr verðlaunafhendingu á Íslandsmeisturum ár hvert ásamt því að vinna tillögur til stjórnar varðandi val á Íþróttamanni ársins og öðrum tilnefningum sem hefð er fyrir.

Umhverfisnefnd:

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um útbreiðslu stefnu MSÍ í umhverfismálum, slóðamálum og eflingu mótorhjólaiðkunnar sem almenningíþrótt. Að aka enduró í ferðalögum á slóðum er almennings íþrótt sem að margir kunna ekki skilgreiningu á og þarfnast virkilega hugarfarsbreytingar hjá stórum hópi fólks í þjóðfélaginu.

Fræðslunefnd:

Tilgangur nefndar:

Að sjá um útbreiðslu á tilgangi MSÍ og fylgjast með framþróun í sportinu og koma því á framfæri þegar t.d FIM sendir frá sér fræðsluefni eða stefnumörkun til framtíðar. t.d varðandi Hávaðamengun, umhverfismengun og fl. Nefndin sér um að skipuleggja fræðslufundi og námskeið á vegum MSÍ.

Umferðarnefnd:

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um samskipti við umferðastofu og lögvaldið til að tryggja öruggan akstur vélhjóla í umferðinni og beina öllum kappakstri af götum landsins inn á þar til gerð keppnissvæði. Markmið nefndar á að vera að koma inn í hönnunarferli vega að öryggi vélhjólamannsins sé gætt strax við hönnun vegakerfa.

Fjölmiðlanefnd :

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um samskipti við fjölmiðla vegna umfjöllunar um íþróttaviðburði á vegum MSÍ og sér um að koma úrslitum allra Íslandsmóta til fjölmiðla samkvæmt samkomulagi við þá.

Nefndin þarf að halda fund með íþróttafréttamönnum og koma á samkomulagi um verklag svo sem tilkynningar um viðburð (fyrirvari), hvenær þarf efni að berast fyrir birtingu, hvað getum við birt mikið efni. Samkomulag um greinar um sportið, samkomulag ef mögulegt er að koma sjónvarpsefni með úrslitum að í fréttatímum og svo framvegis.

Stjórn MSÍ fer að öðru leyti sem málsvari fyrir MSÍ.

Dóm og aganefnd:

Þorsteinn Hjaltason: 892-9806 th@ALhf.is

Jóhann Halldórsson 690-0884 jh@s8.is

Helgi Jóhannesson

Skoðunarmenn reikninga: