MSÍ var með hljóðmælingar á keppnishjólum s.l. laugardag í Motomos. Til að gera langa sögu stutta þá voru 14 hjól prófuð og voru 7 Off Limit. Þetta sýnir enn og aftur að margir eru ekki með þetta í lagi.
Hér eru niðurstöður mælinganna sem voru framkvæmdar í Motomos:
#74 117.5 dp Off limit
#31 116.4 dp (Close to limit)
#64 105.9dp Ok
#258 111.3 dp Ok
#499 108.1 dp Ok
#813 117.2dp Off limit
#127 121.1 dp Off limit
#20 113.2 dp Ok
#107 116.9 dp (Close to limit)
#186 120.8 dp Off limit
#670 123 dp Off limit
#37 119.5 dp Off limit
#338 109.3 dp Ok
#35 123.3 dp Off limit … kóngurinn.
Þessir keppendur sem merktir eru Off limit verða að vera með þetta í lagi í næstu keppni, annars eiga þeir von á brottvikningu eða þurfa að skila tafarlausum úrbótum á staðnum.
Einnig mælumst við að þeir sem eru nálægt þessum limitum lagi hjá sér ullina í hljóðkútunum það er ekkert leiðinlegra en hávaði sem ekki þarf að vera til staðar.
MSÍ mun bjóða upp á hljóðmælingar í Bolaöldu annað hvort miðvikudaginn 4. sept eða fimmtudag 5. sept nk. (fer eftir veðri).
Þar væri upplagt að þeir sem eru í vafa með hjólið sittkæmu og létu mæla, og einnig er þetta sniðug fyrir þá sem ætla að keppa í Íslandsmótinu 7. september að mæta og láta mæla til að losna við allan vafa hvort að hjólið sé í lagi eður ei.

