Númeraskiptatímabil verður 1. til 3. mars

27.2.2008

Númeraskiptatímabil verður 1. mars frá kl. 12:00 til 3. mars kl. 12:00. Keppendur þurfa að hafa hlotið stig til Íslandsmeistara í Motocross eða Enduro tvö ár í röð til þess að öðlast rétt til númeraskipta. Þá geta aðeins þeir sem uppfylla skilyrði 1, 2 og 3 hér fyrir neðan sótt um skipti.

  1. Keppnisnúmer 0, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 getur Íslandsmeistari í Motocross MX1 flokki eða Meistaradeild Enduro sótt um ef þau eru laus.
  2. Keppnisnúmer frá 10 til 100 er aðeins hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í öllum umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
  3. Keppnisnúmer frá 101 til 500 er hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í einhverri af umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
  4. Keppnisnúmer frá 501 til 999 geta allir sem uppfylla lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmótinu í Motocross og Enduro á yfirstandandi keppnistímabili sótt um. Einnig þeir sem uppfylla skilyrði 1, 2 og 3 sótt um þessi númer.

Skiptin fara þannig fram að keppendur senda póst (einn) á numer@msisport.is með eftirfarandi upplýsingum.

Nafn:
Kennitala:
Núverandi keppnisnúmer:
Númer 1:
Númer 2 til vara:

Póstur sem berst fyrir kl. 12:00 þann 1. mars og eftir kl. 12:00 þann 3. mars verður ekki tekin til greina (eytt).

HÉR.