Ný keppnisbraut á Selfossi

1.3.2012
Ný keppnisbraut á Selfossi verður formlega tekin í notkun fimmtudaginn 17. maí (Uppstigningardagur) Framundan eru miklar endurbætur á brautinni sem fyrir er og er mikill hugur í félagsmönnum MÁ. Verið er að undirbúa smíði á starthliðum, nýr startkafli og lenging brautarinnar er meðal þess sem stendur til ásamt bættri aðstöðu fyrir keppendur. Bikarmót verður haldið 17. maí og verður það gert til að brautin verði lögleg til keppni í Íslandsmótaröð MSÍ en 4. umferð Íslandsmótsins í MX mun fara fram á Selfossi 21. júlí og um Verslunarmannahelgina mun fara fram Unglingalandsmót UMFÍ / MSÍ á Selfossi.