Önnur umferð Íslandsmótsins í motocross

15.7.2020

Önnur umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram á Akureyri laugardaginn 11 júlí í blíðskaparveðri og aðstæður uppá 10. Keppnin gekk vel og stórslysalaust fyrir sig.

Í kvennaflokk hélt Gyða Dögg áfram sigurgöngu sinni og vann öll þrjú mótóin og er með 150 stig eftir tvær umferðir.

Í kvenna 30+ flokki leiðir Brjálaða Bína.

85cc flokkur heldur áfram að vera mjög spennandi þar sem fyrstu þrír eru að skiptast á sætum og leiðir Eiður Orri með 139 stig og Stefán Samúel í öðru sæti með 132 stig og Eric Máni með 131 stig eftir 2 umferðir.

Máni Freyr leiðir unglingaflokk örugglega með 150 stig en hörð barátta er um annað sætið þar sem Sindri blær er með 125 stig og Leon 132.

Mx2 Hobbý flokkurinn er að koma sterkur inn og hafa 12 keppendur mætt í þann flokk og er Haukur með bestan árangur eftir tvær umferðir  og 144 stig en Ívar vann á Akureyri með 70 stig en hann keppti ekki í fyrstu umferð og er hann einn af grjóthörðum brautarstarfsmönnum norðan manna.

Máni Freyr leiðir einnig MX2 flokkinn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir,150 stig. Víðir Tristan í öðru með 128 stig og Alexsander í þriðja með 112 stig.

Í MX1 leiðir Einar Sig með 141 stig en Eyþór Reynis, sem vann fyrstu umferð með yfirburðum var ekki með í annarri umferð vegna meiðsla. Í öðru sæti er Aron Ómars með 126 stig og Hlynur Örn í því þriðja með 104 stig.

Í 40+ flokki leiðir Michael B David með fullt hús stiga 150 stig.