Önnur umferð íslandsmótsins í motocross í Ólafsvík

2.7.2007

Laugardaginn 30. júní fór fram önnur umferð íslandsmótsins í motocross í Ólafsvík. Met þátttaka var í keppninni eða 122 keppendur í 7 flokkum. Búið var að legga mikla vinnu í brautina og unnið var langt fram á nótt daginn fyrir keppni við það að vökva brautina ásamt því að bera rykbindiefni á viðkvæmustu staðina. Brautarstjóri tók þá ákvörðum að laga brautina nokkrum sinnum til þess að tryggja öryggi keppanda. Þrátt fyrir það var töluverð vinna hjá sjúkraflutningamönnum en engin alvarleg óhöpp urðu þó.

Fyrst á ráslinu voru 85 kvennaflokkur og opin kvennaflokkur sem eru keyrðir saman. Þar voru 26 keppendur, 9 í 85 kvennafloki og 17 í opnum kvennaflokki.


85 kvennaflokkur
1 780   Bryndís Einarsdóttir                 47
2 542   Signý Stefánsdóttir                  47
3 183   Helga Valdís Björnsdóttir         40


Opinn kvennaflokkur
1 132   Karen Arnardóttir                     50
2 209   Sandra Júlíusdóttir                   42
3 611   Guðný Ósk Gottliebsdóttir        36


Næst var 85 flokkur en þar voru 18 keppendur og úrslit dagsins eru eftirfarandi.
1 899   Eyþór Reynisson                      50
2 670   Bjarki Sigurðsson                     42
3 430   Hafþór Grant                            42


Í MX unglingaflokki voru 32 keppendur. Til þess að flokknum verði skipt þurfa minnst 38 keppendur að skrá sig í flokkinn. Úrslit dagsins eru eftirfarandi.
1 277   Ásgeir Elíasson                         75
2 210   Freyr Torfason                          62
3 900   Heiðar Gretarsson                    60

Í MX1 og MX2 voru 45 keppendur skráðir, 30 í MX1 og 15 í MX2. Eftir tímatöku komast 24 hröðustu áfram í MX1 og MX2 hinir fara í MX B flokk. MX B flokkur er ekki keyrður til íslandsmeistara en verðlaunað er fyrir daginn.


MX 1
1 4       Einar Sverrir Sigurðarson         67
2 270   Valdimar Þórðarson                  65
3 66     Aron Ómarsson                        57


MX 2
1 434   Brynjar Þór Gunnarsson           24
2 259   Guðmundur Þórir Sigurðsson    16
3 404   Örn Sævar Hilmarsson              12


MX B
1 669   Atli Már Guðnason                    43
2 71     Ívar Guðmundsson                   40
3 182   Haraldur Björnsson                  38

Öll nánari úrslit má sjá á hér og hér má sjá stöðuna í íslandsmótinu.

AÍH og MFS