5. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem átti að fara fram í Bolaöldu í dag laugardaginn 7. sept. er frestað vegna veðurs til morguns. Keppnin fer fram sunnudag 8. sept. og verður keyrt eftir sömu dagskrá.
Laugardaginn 9. Nóvember 2013 mun aðalþing MSÍ verða haldið kl: 13:00 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Formannafundur MSÍ mun verða haldinn sama dag og byrjar hann kl: 10:30 á sama stað. Formenn aðildarfélaga MSÍ eru hvattir til að mæta og taka þátt í framtíðar stefnumótun sambandsins. Stjórn MSÍ óskar eftir framboðum til stjórnar, kosið verður um formann […]
Kári Jónsson sigraði í 5. og 6. umferð í enduroinu 31. ágúst 2013. Guðbjartur Magnússon varð annar og Haukur Þorsteinsson varð í þriðja sæti.Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Guðfinna Gróa Pétursdóttir varð önnur og Theódóra Björk Heimisdóttir varð þriðja. Þátttaka í þessari keppni var lítil og væri óskandi að sjá betri þátttöku í endurokeppnum. Ítarleg […]
Dómur dómstóls Mótorhjóla- og vélsleðaíþróttasambands Íslands í máli nr. 1/2013 Þann 13. ágúst 2013 er dómþing dómsstóls MSÍ sett og uppkveðinn svohljóðandi dómur í máli nr. 1/2013. Stjórn MSÍ skaut málinu til dómstólsins vegna meintra agavandamála Hinriks Inga Óskarssonar, kt. XXXXXX-XXXX. Kæruefni og kröfugerð: Um er að ræða atvik sem eiga að hafa átt sér […]
MSÍ var með hljóðmælingar á keppnishjólum s.l. laugardag í Motomos. Til að gera langa sögu stutta þá voru 14 hjól prófuð og voru 7 Off Limit. Þetta sýnir enn og aftur að margir eru ekki með þetta í lagi. Hér eru niðurstöður mælinganna sem voru framkvæmdar í Motomos: #74 117.5 dp Off limit #31 116.4 […]
Stjórn MSÍ hefur samþykkt samhljóða tillögur Gunnlaugs Karlssonar landsliðsstjóra um val á landsliði til þáttöku á Motocross of Nation sem fer fram helgina 28. og 29. September í Teutschenthal í Þýskalandi. Team ICELAND 2013 MX-1 / Kári Jónsson. Kári leiðir Íslandsmótið í MX opnum flokki og er sjálfkrafa valinn í liðið samkvæmt reglum MSÍ. Kári […]
Kári Jónsson er með sterka stöðu í MX Open með 183 stig en Eyþór Reynisson er með 160 stig í öðru sæti og Sölvi Borgar í þriðja sæti með 158 stig. Þeir eiga því á brattann að sækja fyrir síðustu umferðina í Bolaöldu 4. september nema Kári nái hreinlega ekki að klára annað hvort mótóið. […]
MSÍ mun framkvæma hljóðprufanir á hjólum sem keppa á Íslandsmótinu í Motocrossi sem fram fer í Motomos 24. ágúst nk. MSÍ notast við svokallaða “2 meter Max rev” mælingu sem er viðurkennd mæling og töluvert einfaldari mæling en hin gamla hefðbundna þar sem hjól voru sett í ákveðinn snúning. Hámarkiðá þessari mælingu er 115db +/- […]
Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fór fram í dag á Akureyri á keppnissvæði KKA. Allar aðstæður voru eins og best verður á kosið í dag. Frábær braut, einstakt veður og flott skipulag hjá KKA mönnum. Eyþór Reynisson sigraði í MX Open. Kjartan Gunnarsson sigraði MX2 flokkinn. Guðbjartur Magnússon sigraði í Unglingaflokknum og Signý Stefánsdóttir […]
MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró og mun framvegis sjá um útleigu á þeim til keppenda sem ekki eiga sendi. Þannig verður allt utanumhald keppna og tímatöku í höndum MSÍ. Því miður tókst ekki að klára að setja upp leigukerfi fyrir sendana í skráningarformið í keppnir en það verður vonandi klárt fyrir næstu keppni. […]