3. og 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro lokið á Egilsstöðum

3. og 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro fóru fram á Egilsstöðum þann 27. júlí sl. Veðrið lék við keppendur og voru aðstæður til keppni eins og best var á kosið. Undirbúningur og umsjón með keppninni var sömuleiðis góður og Egilsstaðabúum til sóma. Kári Jónsson hélt uppteknum hætti og sigraði báðar umferðir í ECC flokki. Staðan […]

Lesa meira...

Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki

Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki Vífa menn héldu 2. umferð Íslandsmótsins á Akrabraut sem stendur rétt norðan við Akranes. Rigning síðustu daga gerði þeim lífið ekki auðveldara en góður þurrkur í gær og nótt og dugnaður strákanna gerði gæfumuninn. Brautin var vel blaut víða og drullupyttir og mjúkir blettir hér og þar. […]

Lesa meira...

Ljósmyndun á MSÍ viðburðum.

Ljósmyndurum er heimilt að taka myndir af öllum viðburðum sem fara fram undir merkjum MSÍ hvort sem um er að ræða bikar eða Íslandsmót. Heimilt er að nota allar myndir til birtinga í tímaritum, dagblöðum og vefmiðlum ofl. Ljósmyndari getur óskað eftir því við viðkomandi keppnisstjórn að fá leyfi til að fara um keppnissvæði þar […]

Lesa meira...

Breytingar á Enduro CC keppnishaldi 2013

Í ljósi mikillar fækkunar keppenda í Enduro CC hefur stjórn MSÍ tekið ákvörðun um breytingar á keppnishaldinu fyrir árið 2013. Um er að ræða eftirfarandi breytingar. ECC-1 og ECC-2 flokkar verða sameinaðir í einn flokk, ECC Meistaraflokkur og verður lágmarksþáttökufjöldi 5 keppendur til þess að flokkurinn sé löglegur til Íslandsmeistara. 40+, B flokkur og Tvímenningur […]

Lesa meira...

Forseti ÍSÍ Ólafur E. Rafnson er látinn.

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. ÍSÍ greinir frá þessu í tilkynningu. Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði. Hann var […]

Lesa meira...

Landsmót UMFÍ

Nú líður að Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi dagana 4. – 7. júlí, keppt verður í motocrossi að þessu sinni og vonumst við í motocrossdeild UMFS eftir því að sjá sem flesta af toppökumönnum landsins keppa. Keppni á landsmóti er frábrugðin öðrum motocrossmótum þar sem að bæði er verið að keppa sem einstaklingur […]

Lesa meira...

Íslandsmótaröðin í Enduro CC 2013

Íslandsmótið í Enduro CC mun hefjast með 1. og 2. umferð laugardaginn 22. júní í Sólbrekku við Grindavík. Kalt vor hefur heldur betur sett strik í reikninginn hvað varðar keppnishaldið í Enduro CC þetta árið og aflýsa varð fyrstu keppnishelginni sem átti að vera í byrjun maí. Önnur keppnishelgin átti svo að vera á Akureyri […]

Lesa meira...

Ný keppnisdagskrá 2013 / Moto-Cross

Fyrsta umferð Íslandsmóts MSÍ í Motocross fer fram núna um helgina laugardaginn 8. júní á aksturíþróttasvæði UMFS að Hrísmýri, Selfossi. MSÍ vill benda keppendum á að dagskrá Íslandsmótsins hefur verið breytt lítillega fyrir keppnistímabilið 2013. Helsti tilgangur þessara breytinga er að stytta viðveru keppenda og starfsmanna á keppnisdag. Því sem hefur verið breytt er eftirfarandi: […]

Lesa meira...

Enduro CC Akureyri, ATH.

Íslandsmóts umferðin í Enduro CC sem átti að vera á Akureyri 15. júní hefur verið færð á Suðurland vegna þess að keppnissvæði KKA á Akureyri er ekki tilbúið til aksturs vegna snjó og kulda í vor. Líklegt er að keppnin fari fram 15. júní á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu og verður það endanlega staðfest næstu […]

Lesa meira...

1. umferð MX / skráning / dagskrá

Stjórn MSÍ vill minna keppendur á að skráning fyrir 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram á Selfossi laugardaginn 8. júní rennur út á þriðjudagskvöld 4. júní kl: 21:00 Þeir keppendur sem eru nýir og lenda í vandræðum með skráningu eru beðnir að senda inn tölvupóst á kg@ktm.is áður en skráning rennur út og […]

Lesa meira...