Uppskeruhátíð og lokahóf MSÍ fór fram laugardaginn 10. nóvember í Rúbín við Öskjuhlíð. Uppselt var á hátíðina og fengu keppendur og Íslandsmeistarar ársins 2012 afhentar viðurkenningar fyrir frábæran árangur á liðnu keppnisári. Ingvi Björn Birgisson og Signý Stefánsdóttir voru kosin akstursíþróttafólk ársins, besti nýlið í Moto-Cross var kosinn Kári Tómasson, besti nýliði í Enduro-CC var […]
Enduro: Íslandsmót 2012 Enduro CC-1 Íslandsmeistari Kári Jónsson 2. Sæti. Haukur Þorsteinsson 3. Sæti. Gunnlaugur Rafn Björnsson Íslandsmót 2012 Enduro CC-2 Íslandsmeistari Ingvi Björn Birgisson 2. Sæti. Guðbjartur Magnússon 3. Sæti. Jónas Stefánsson Íslandsmót 2012 Enduro Tvímenningur Íslandsmeistarar Gunnar Sölvason / Atli Már Guðnason 2. Sæti. Stefán Gunnarsson / Kristján Steingrímsson 3. Sæti. Árni Örn […]
Fundarboð aukaþing MSÍ 10. nóvember 2012 Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Reykjavík. Reykjavík, 10. október. 2012 Kæru formenn, Hér með er boðað til formannafundar aðildarfélaga MSÍ og aukaþings MSÍ sem haldið verður laugardaginn 10. nóvember 2012 í fundarsal á annari hæð í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Formannafundur hefst kl: 10:00 – 12:30 Matarhlé frá kl: […]
Laugardaginn 10. nóvember fer fram formannafundur og aukaþing MSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal og um kvöldið er svo Uppskeruhátíð MSÍ á veitingastaðnum Rúbín við Öskjuhlíð þar sem verðlaun fyrir Íslandsmeistara ársins verða veitt.
Opnað hefur verið fyrir skráningu í 3. umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram á akstursíþróttasvæði Moto-Mos í Mosfellsbæ laugardaginn 18. ágúst. Skráning er opin til kl: 21:00 fimmtudaginn 16. ágúst.
Mistök urðu við útreikning úrslita í 5. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fram fór laugardaginn 11. ágúst á Akureyri. Signý Stefánsdóttir varð í þriðja sæti samkvæmt úrslitum en Signý kláraði ekki 1. umferð dagsins og var því stigalaus úr þeirri umferð. Einey Ösp Gunnarsdóttir átti að vera í 3. sæti og hafa úrslit verið leiðrétt. […]
4. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross fer fram laugardaginn 21. júlí á Selfossi í nýrri glæsilegri braut. Keppendur athugið að það verður farinn skoðunarhringur fyrir hvert moto eins og aðstæður leyfa, mikilvægt að vera komnir tímanlega fyrir ræsingu, dagskrá verður eins og hún hefur verið en reynt verður að koma þessu að eins og […]
Keppendur athugið að skráning er opin til kl. 21:00 þriðjudagskvöldið 12. júní. Munið að skrá ykkur tímanlega.
Dagskrá fyrir Íslandsmótið í Moto-Cross 2012 er að finna hér á síðunni undir “Reglur” gott er fyrir keppendur og aðstoðarmenn að hafa alltaf útprentun af dagskránni með á keppnisdag.
Vegna manneklu hjá VÍR hefur félagið óskað eftir að falla frá keppnishaldi við 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram laugardaginn 5. maí. Keppnin mun því fara fram á akstursíþróttasvæði VÍK v/ Bolaöldu laugardaginn 5. maí. Bolalda verður opin til æfinga alla helgina og allan þriðjudaginn 1. maí. Bolalda verður svo lokuð fimmtudaginn 3. […]