Vegna ástandsins í landinu er því miður ljóst að fresta þarf lokahófi MSÍ um óákveðinn tíma. Ný tímasetning hefur ekki verið ákveðin, en mögulegt að það verði skoðað í febrúar á næsta ári.
Næstu helgi verður haldin fjórða umferð í Íslandsmeistaramótinu í Motocrossi á laugardag og GSH Enduro bikarmót á sunnudag. Þessar keppnir fara fram á svæði VÍK í Bolaöldu. Á laugardag verður ennig sandspyrna á svæði KK í Hafnarfirði. Laugardaginn 5. september verður svo sérstök Hard Enduro bikarkeppni í Bolaöldu. Mikið um að vera og mikið fjör!
Eins og flestir vita hefur heilbrigðisráðherra nú gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Auglýsingin tók gildi á hádegi í dag, 31. júlí, og gildir hún til 13. ágúst. Helstu tilmæli sem snerta akstursíþróttir á þessum tímabili: Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðist við 100 fullorðna. Hvar sem fólk kemur […]
Þar sem Sverri ofur-ljósmyndara motosport.is var farið að langa í dróna tóku allir átta MX-klúbbarnir sig saman, Þorlákshöfn, Selfoss, Bolalda, Sólbrekka, MOTO mos, Akranes, Akureyri og Ólafsvík og splæstu í dróna fyrir hann. Við bíðum spennt meðan ofur-Sverrir æfir sig með hann!
Önnur umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram á Akureyri laugardaginn 11 júlí í blíðskaparveðri og aðstæður uppá 10. Keppnin gekk vel og stórslysalaust fyrir sig. Í kvennaflokk hélt Gyða Dögg áfram sigurgöngu sinni og vann öll þrjú mótóin og er með 150 stig eftir tvær umferðir. Í kvenna 30+ flokki leiðir Brjálaða Bína. 85cc flokkur […]
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust. Samskiptaráðgjafi hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns […]
Fyrsta keppni ársins í motocross fór fram í frábæru veðri og aðstæðum á svæði MotoMos í Mosfellsbæ. Eyþór Reynisson sýndi mikla yfirburði í MX 1 flokki og vann af öryggi. Mjög spennandi keppni var í 85cc flokknum þar sem þrír fremstu keppendur voru með jafn mörg stig. Í kvennaflokki sýndi Gyða Dögg Hreiðarsdóttir yfirburði og […]
Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í […]
Stjórn MSÍ hefur nú gefið út leiðbeinandi reglur um opnun akstursíþróttasvæða aðildarfélaga sem gilda eftir 4. maí 2020. Vinsamlega kynnið ykkur vel og virðið þau tilmæli sem þar koma fram. MSÍ-brautaropnun frá 4. maí
Á fundi sem formenn sérsambanda ÍSÍ áttu með Víði Reynissyni var farið yfir næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Víðir kynnti þá ákvarðanir um tilslakanir á takmörkunum á samkomum, skólahaldi og skipulögðu íþróttastarfi. Breytingarnar taka gildi 4. maí. Sóttvarnalæknir leggur til að slakað verði á takmörkunum í skrefum sem endurskoðuð verði með þriggja til fjögurra vikna […]