MSÍ og við öll sem innan sambandsins erum eigum 4 ára afmæli í dag fimmtudaginn 24. nóvember. MSÍ fékk fulla aðild sem sérsamband að ÍSÍ 24. nóvember 2006. Á þeim 4 árum sem liðin eru er MSÍ nú 13. stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með um 3000 félaga. MSÍ stendur mjög vel fjárhagslega og á allar […]
Keppendur í Íslandsmótaröðinni í Enduro Cross athugið að muna eftir og hlaða AMB tímatökusendana. Samkvæmt reglum MSÍ eru allar Íslandsmeistarakeppnir keyrðar í gegnum AMB tímatökukerfi sambandsins. Reglur um Enduro Cross og dagskrá er að finna undir “Reglur” hér á síðunni.
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Fluga hf halda 1. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro-Cross í reiðhöllinni Svaðastöðum (rétt við flugvöllinn) 20. Nóvember n.k. Púkinn verður með vörur til sölu í anddyri reiðhallarinnar frá 11-18 Áhorfendasvæði opnar kl. 14:30 og keppni hefst kl. 15:00 Sundlaugin verður opin frá 19:30 fyrir þá sem vilja skola af sér rykið fyrir […]
Laugardaginn 13. nóvember fór fram formannafundur og aukaþing MSÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þokkaleg mæting var en samtals 18 einstaklingar sátu fundina. Fundargerð verður birt hér á síðunni næstu daga en ýmsar ályktanir voru samþykktar og vísað til stjórnar MSÍ til úrlausnar. Stefnt er að því að allt regluverk ásamt keppnisdagatali fyrir árið 2011 verði […]
Laugardaginn 13. nóvember fór fram uppskeruhátíð MSÍ á skemmtistaðnum Rúbín v/ Öskjuhlíð. Met þátttaka var, uppselt og 200 manns í mat. Veitt voru verðlaun fyrir Íslandsmeistara árið 2010, einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu keppnisliðin, nýliða í MX og Enduro og tilkynnt um val á Akstursíþróttamönnum ársins 2010. Brýndís Einarsdóttir og Kári Jónsson urðu þar […]
Verðlaun fyrir Íslandsmótið í MX-2 flokk voru afhent vitlaust á uppskeruhátíð MSÍ vegna villu í tímatökukerfi sambandsins. Í stigaútreikningi fyrir MX-2 flokk eru stig úr 1. umferð sem fram fór á Ólafsdirði vitlaus. Eftir leyðréttingu er lokastaða Íslandsmótsins í MX-2 flokk á þá leið að Eyþór Reynisson er Íslandsmeistari 2010 með 247 stig, Viktor Guðbergsson […]
Laugardaginn 13. nóvember fer árshátíð MSÍ fram á skemmtistaðnum Rúbín v/ Öskjuhlíð. Frábær lokahátíð fyrir keppnistímabilið 2010. Veitt verða verðlaun fyrir Íslandsmeistaratitla að venju. Glæsilegur 3 rétta hátíðarkvöldverður og frábær skemmtiatriði og video frá Magnúsi Þór Sveinssyni. Skráning er hafin á netinu hér á msisport.is og er miðaverðið hið sama og í fyrra, aðeins 7.900,- […]
Fundarboð aukaþing MSÍ 13. nóvember 2010 Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Reykjavík. Reykjavík, 27. október. 2010 Kæru formenn, Hér með er boðað til formannafundar aðildarfélaga MSÍ og aukaþings MSÍ sem haldið verður laugardaginn 13. nóvember 2010 í fundarsal á annari hæð í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Formannafundur hefst kl: 10:30 – 12:30 Matarhlé frá kl: […]
Laugardaginn 13. nóvember fer fram formannafundur aðildarfélaga MSÍ og aukaþing MSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Fundarboð, dagskrá og tímasetningar er að finna hér á síðunni undir “tilkynningar”. Um kvöldið fer svo fram glæsilegt lokahóf MSÍ fyrir keppnistímabilið 2010 þar Íslandsmeistarar verða verðlaunaðir og tilkynnt verður um nýliða ársins ásamt akstursíþróttamanni og konu ársins 2010. Hátíðin fer […]
Þá er komið að hinni árlegu “Kreppukeppni í Þorlákshöfn” en hún fer fram laugardainn 23.10. 2010 Keppt verður í 85cc, B 40+, B flokki, MX-Kvenna, MX-Unglinga, MX-2 og MX-Open flokkum. Minnst 3 keppendur þurfa að vera skráðir í flokk til þess að viðkomandi flokkur telji til verðlauna en heimamenn eru þekktir fyrir glæsileg verðlaun í […]