Verðlaun kl: 17 sunnudaginn 21.06. í Bolaöldu, grillaðir borgarar handa öllum.
Nú er búið að opna fyrir skráningu í MX Bikarmót sem haldið verður í mikið endurbættri og lengdri braut í Ólafsfirði. Helgi Reynir er búinn að fara á kostum á jarðýtunni og gera þessa braut hrikalega flotta. Ólafsfirðingar eru stórhuga og stefna að Íslandsmóti á næsta ári, þannig að nú er um að gera að […]
VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009 Skráningarfrestur í 6 tíma keppnina sem fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu laugardaginn 20. júní hefur verið framlengdur til 22:00 á föstudagskvöldið. Veðurspáinn er góð fyrir laugardaginn, 10-12 stiga hiti og skýjað, lítur út fyrir hið fullkomna Enduro veður. Nú er engin afsökun, skrá sig með félögunum […]
Kári Jónsson sigraði með nokkrum yfirburðum í 3. og 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin var í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Öllu óvæntara var að Björgvin Sveinn Stefánsson varð í öðru sæti en hann hefur ekki náð hærra en 4.sæti hingað til. Einar S. Sigurðarson varð þriðji. Núverandi Íslandsmeistari, Valdimar Þórðarson kláraði ekki […]
Stjórn MSÍ hefur gert samning við Kukl ehf. og Magnús Þór Sveinsson um framleiðslu á sjónvarpsþáttum um Íslandsmeistaramótið í Moto-Cross. Samningur þessi er fyrir keppnistímabilið 2009 og er um framleiðslu og sýningar á 5 þáttum sem sýndir verða á Ríkissjónvarpinu í sumar. MSÍ styrkir þáttagerðina en einnig koma að framleiðslunni sem kostendur Snæland Video og […]
Stjórn MSÍ hefur ákveðið að styrkja aðildarfélög sem standa að keppnishaldi í Íslandsmótaröðum sambandsins til kaupa á fjarskiptabúnaði. Samhliða þessu hefur MSÍ fengið úthlutaðri tíðni (rás) til notkunar fyrir aðildarfélög um allt land. Tíðnin (rásin) var áður í eigu KKA sem framseldi hana til MSÍ til þess að öll fjarskipti aðildarfélaga gætu farið fram um […]
Þá er allt klárt fyrir 3. & 4. umferð Íslandsmótsins sem fram fer laugardaginn 13. júní á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall. Um 90 keppendur eru skráðir til leiks og lítur út fyrir spennandi og skemmtilega keppni í allveg nýrri Enduro keppnisbraut. Keppendur athugið að dagskrá og reglur er að finna hér á msisport.is og gott […]
Laugardaginn 13. júní fer fram 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði KKA á Akureyri. Allveg nýtt svæði verður notað fyrir þessa keppni en KKA hefur fengið úthlutað stærra svæði ofan við MX brautina. Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 9. júní og gott er að skrá sig tímanlega. B flokks hringurinn verður fær […]
Bryndís Einarsdóttir #33, Íslandsmeistari í 85cc kvennaflokk í MX árin 2007 og 2008 hefur opnað nýja heimasíðu www.bryndiseinars.is en hún verður að keppa þetta sumarið í Sænska meistaramótinu í MX kvennaflokki ásamt því að keppa í 3 keppnum í heimsmeistarakeppninni. Það hafa margir spurt um Bryndísi og Signý Stefánsdóttir, hvar þær haldi sig og afhverju […]
Keppendur athugið að skráningu fyrir 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro líkur á miðnætti þriðjudaginn 9. júní. Keppendum er bent á að skrá sig tímanlega ef einhver vandræði koma upp við skráningu þannig að tími sé til að laga það sem upp á vantar. Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall, Akureyri. Allveg […]