Þeir sem ætla að skrá á keppnislið í liðakeppni fyrir Íslandsmót MSÍ í Enduro fyrir árið 2009 þurfa að senda inn skráningu á skraning@msisport.is Reglur um skráningu keppnisliða eru óbreyttar frá síðasta ári en þær er að finna á www.msisport.is undir reglur. ATH. gefa þarf upp fullt nafn 3-4 keppanda ásamt keppnisnúmeri, nafn liðsstjóra skal […]
1.& 2. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ fer fram laugardaginn 16. maí. á félagssvæði VÍK við Bolaöldu. Keppnisfyrirkomulag er með óbreyttu móti frá síðasta ári en ákveðið hefur verið að keppnisbraut fyrir B-flokk á að vera öllum keppendum fær og keppnisbraut fyrir Meistaraflokk á að vera öllum keppendum í Meistara og Tvímenningsflokk fær. Þetta þýðir heldur […]
Þeir keppendur sem skoruðu stig í öllum keppnum í MX eða Enduro árið 2008 geta sótt um 2 stafa númer fyrir árið 2009. Laus 2 stafa númer eru eftirfarandi, 18, 19, 25, 29, 36, 41, 45, 48, 49, 54. 55, 59, 60, 67, 68, 82, 83, 86, 89, senda skal póst á kg@ktm.is merkt “númeraskipti” […]
Þá er komið að því að skráning í Miðnæturkeppnina – (Bolaalda Mid-Night Offroad Run 2009) hefjist fljótlega. Keppt verður sem fyrr í 6 tíma þolaksturskeppni á lengsta degi ársins. Keppnin sem haldin var í fyrsta sinn á síðasta ári fékk frábærar viðtökur en hátt í 300 ökumenn tóku þátt í keppninni. Keppnin hefst stundvíslega kl. 18.01 […]
3. og 4. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Sno-Cross fóru fram við Egilstaði 24. og 25. apríl. Öll úrslit er að finna undir úrslit hér á síðunni. Íslandsmeistarar í Sno-Cross 2009 Kvennaflokkur Íslandsmeistari: Vilborg Daníelsdóttir Unglingaflokkur Íslandsmeistari: Sigþór Hannesson Sportflokkur Íslandsmeistari: Bjarki Sigurðsson Meistaraflokkur Íslandsmeistari: Jónas Stefánsson
Nú styttist óðum í að Íslandsmótið í Enduro hefjist en ekki eru ennþá staðfest keppnissvæði fyrir 1. og 2. umferð sem fer fram 16. maí. Keppnin er skráð í Bolöldu en óvíst er að svæðið verði klárt á þeim tíma. Það hefur verið rætt að færa keppnina til Þorlákshafnar en það er ekki enn staðfest. […]
Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari í Moto-Cross kvennaflokki mun keppa í öllum mótum heimsmeistarakeppninnar í Womens Moto-Cross árið 2009. Keppnisröðin er er keyrð með völdum keppnum í heimsmeistarakeppninni í MX1 og MX2. Youthstream í samstarfi við FIM og landssambönd standa að mótaröðinni. Fyrsta keppnin sem Signý keppir í fer fram nú um helgina í Búlgaríu og verður […]
3. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross sem fara átti fram 4. apríl hefur verið frestað til 24. apríl. Keppnin mun fara fram við Egilstaði og munu 3. & 4. umferðin í Íslandsmótinu verða keyrðar á föstudegi og laugardegi. Skráning hefur verið opnuð hér á vefnum og mun henni ljúka þriðjudaginn 21. apríl á miðnætti. Keppendum er […]
Nú um helgina keppa þeir Jónas Stefánsson á Lynx, Ármann Sigursteinsson á Arctc Cat, Bjarki Sigurðsson á Polaris fyrir hönd Íslands í heimsmeistarakeppninni í Sno-Cross sem fer fram í Svíþjóð. Alexander “Lexi” Kárason er með strákunum og hefur átt veg og vanda að ferðinni. Hægt er að fylgjast með fréttum af stákunum sem skipa landslið […]
Helgina 12. – 15. mars fór fram 30 ára afmælishátíð á Mývatni en þar var haldin sleðakeppni fyrst árið 1979 og er um einhverskonar landsmót sleðamanna að ræða. Hátíðin í ár var stórglæsileg og eiga heimamenn allir sem einn heiður skilið fyrir hreint frábært framtak. Á föstudeginum var keppt í samhliða braut á sleðum og […]