Yfirlýsing frá formönnum MSÍ og AKÍS

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mikil orrahríð athugasemda og skoðana á Facebook og víðar vegna umsagnar MSÍ og AKÍS vegna akstursbrautar Bílaklúbbs Akureyrar (BA). Margt af því sem þar hefur komið fram er viðkomandi félagi og félagsmönnum til lítils sóma. Við viljum því gera okkar besta til að varpa ljósi á þessa umræðu og umsögn sambandanna […]

Lesa meira...

Samkomulag um keppnishald í götuspyrnu hjá BA

Eftir viðræður í dag hafa Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) ásamt Bílaklúbbi Akureyrar (BA) náð samkomulagi um keppnishald í spyrnu í sumar. Til grundvallar liggur sá skilningur að takmarka eigi hraða keppnistækja í endamarki. Til þess að ná því fram er keppnislengd takmörkuð við 170m. Hraðasellur í endamarki verða virkar í […]

Lesa meira...

Keppnir í spyrnum á akstursíþróttasvæði BA

Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) bera ábyrgð á skoðun og umsögn keppnisbrauta viðkomandi íþróttagreina. Við úttektir brauta er stuðst við reglur alþjóðasambandanna FIA og FIM um keppnisbrautir í spyrnukeppnum. Í úttekt AKÍS og MSÍ á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) gerðu samböndin athugasemdir við dæld í malbikaðri keppnisbraut í spyrnu rétt fyrir […]

Lesa meira...

Breyting á dagatali og staðsetningu fyrstu mx keppni sumarsins

Breyting hefur verið gerð á dagatali MSÍ. Keppni sem vera átti á Selfossi 10. júní verður færð í Mosfellsbæinn þar sem brautin er enn á floti eftir rigningar undanfarna daga og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfossmanna telja þeir ólíklegt að brautin verði nothæf um næstu helgi. Þá hefur VÍK óskað eftir að svissa dagsetningum á […]

Lesa meira...

Staðfest úrslit keppninnar á Hellu

Reykjavík 9. maí 2017Skýrsla keppnisstjórnar v/ 1. og 2. Umferðar Íslandsmótins í Enduro sem fram fór á Hellu laugardaginn 6. Maí.Í seinni umferð dagsins hjá Meistaraflokki kom upp eftirfarandi atvik á fyrsta hring, keppandi númer 11, Eyþór Reynisson, kom fyrstur að tímatökuhliði. Uþb. 20 metrum fyrir framan endamarkið hafði starfsmanni keppninnar láðst að fjarlægja borða […]

Lesa meira...

Keppnissumarið 2017 hafið – úrslit GFH enduro á Hellu

Keppissumarið 2017 er hafið með látum. Í gær var fyrsta keppnin í GFH enduro haldin á Hellu í Mallorcaveðri af Vélhjólaíþróttaklúbbnum. Úrslit keppninnar hafa verið birt undir Úrslit og staða hér að ofan. Því miður var atvik í Meistaraflokki til þess að úrslitin voru kærð og því verð úrslit úr Meistaraflokki ekki birt fyrr en […]

Lesa meira...

Opnað á númeraskipti 26. apríl – mx/enduro

Opnað verður fyrir skipti á númerum í motocross/enduro á miðvikudaginn 26. apríl nk. og verður opið fyrir skipti í tvær vikur til 10. maí. Sótt er um nýtt númer með því að senda póst á numer@msisport.is en lausum og óvirkum númerum verður úthlutað skv. eftirfarandi reglum. Númer sem ekki hafa verið notuð 2015 eða 2016 eru birt […]

Lesa meira...

Reglur fyrir Tímaat og Kappakstur birtar

Fyrstu reglur fyrir kappakstur götuhjóla á lokuðum brautum hafa verið birtar á vef MSÍ. Með þessu er brotið blað í sögu mótorhjólaíþrótta á Íslandi en aldrei áður hefur verið hægt að keppa með löglegum hætti á fullgildri keppnisbraut fyrir götuhjól. Þessi fyrsta útgáfa keppnisreglna tekur mið af reglum FIM um kappakstur götuhjóla en tekur tillit […]

Lesa meira...

Gyða Dögg og Ingvi Björn eru akstursíþróttafólk MSÍ 2016

Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands hefur valið aksturíþróttafólk ársins 2016 og urðu þau Ingvi Björn Birgisson og Gyða Dögg Heiðarsdóttir fyrir valinu. Gyða Dögg Heiðarsdóttir er akstursíþróttakona MSÍ árið 2016 en hún var einnig útnefnd valin akstursíþróttakona MSÍ á síðasta ári. Gyða Dögg er Íslandsmeistari kvenna í motocrossi 2016 annað árið í röð eftir gríðarlega baráttu […]

Lesa meira...

Lokahóf MSÍ fer fram 5. nóvember nk.

Lokahóf MSÍ 2016 verður haldið þann 5. nóvember í Turninum í Kópavogi, en það er einn glæsilegasti salur landsins með geggjuðu útsýni enda salurinn á 20. hæð. Dagskráin hefur aldrei verið jafn glæsileg. Að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Íslandsmótinu í akstursíþróttaflokkum MSÍ, akstursíþróttamaður- og kona ársins valin, ný myndbönd frumsýnd […]

Lesa meira...