Formleg úrslit og stig til Íslandsmeistara í spyrnugreinum hafa verið birt undir Úrslit og staða. Mikil gróska hefur verið í spyrnugreinum og aukning á þátttöku hjólamanna í þessum greinum. Tilkoma hringaksturbrautar hjá Kvartmíluklúbbnum hefur verið góð innspýting í sportið og vakið áhuga margra á að nýta sér aðstöðuna og taka þátt í æfingum og keppni […]
Stjórn MSÍ hefur sett inn breytingu á reglu 7.1 um skilríki og réttindi í keppnisreglum fyrir kvartmílu, götuspyrnu, hjólamílu og sandspyrnu. Með þessari breytingu er gefin heimild fyrir þátttöku ökumanna undir bílprófsaldri til þátttöku í umræddum flokkum 7. Skilríki / Réttindi: 7.1. Allir keppendur verða að hafa gilt ökuskírteini í keppni og réttindi á keppnistæki […]
Aksturssvæði KKA er í Glerárhólum og Torfsdal sem er rétt ofan við Akureyri. Hlíðarfjallsvegur er ekinn rétt upp fyrir gistiheimilið að Glerá og þá er beygt til vinstri sjá hér að neðan er KKA svæðið merkt með gulu, nánar hér: Svæði KKA í Glerárhólum er opið á neðangreindum tímum: KKA svæðið opnar 15. apríl […]
Bolaalda Þegar komið er frá Reykjavík er rauða punktalínan elt upp að stóra rauða blettinum. Bolaöldusvæðið var opnað árið 2006 og þar hefur verið byggt upp eitt fjölbreyttasta aksturssvæði á landinu með tug kílómetra löngu enduro-slóðaneti, byrjendabrautum og motocrossbraut í fullri stærð.Á svæðinu er félagshús með búnings- og salernisaðstöðu sem er opin á opnunartíma brauta. […]
Um helgina, 27. ágúst fór 5. og síðasta umferðin í motocrossi fram á keppnissvæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins við Bolaöldu. Ingvi Björn Birgisson fór með sigur af hólmi í MxOpen og er Íslandsmeistari 2016 með fullu húsi stiga. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði einnig í Mx2 flokki eftir harða baráttu við Einar Sigurðsson sem varð annar. […]
Um helgina, 27. ágúst fór 5. og síðasta umferðin í motocrossi fram á keppnissvæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins við Bolaöldu. Ingvi Björn Birgisson fór með sigur af hólmi í MxOpen og er Íslandsmeistari 2016 með fullu húsi stiga. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði einnig í Mx2 flokki eftir harða baráttu við Einar Sigurðsson sem varð annar. […]
Keppendalistinn fyrir Motocross of Nations 2016 hefur verið birtur af FIM. Hver þjóð sendir þrjá bestu ökumenn sína til að taka þátt. Að vanda er þarna nokkur ansi vel þekkt nöfn ökumanna sem eiga eftir að stilla sér á línu með strákunum okkar. Ber þar helst að nefna Romain Febvre og Gautier Paulin frá Frakklandi, […]
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár. Að þessu sinni er landsmótið haldið í Borgarnesi en motocrosskeppnin fer fram á Akranesi laugardaginn 30. júlí. Keppt verður í 85 flokki kk/kvk 11-14 ára og Unglingaflokki kk/kvk 15-18 ára. Keppnin hefst kl. 12 með tímatökum og verða keyrð 2 moto í hverjum flokki Skráningu […]
Fyrri umferðin í Íslandsmótinu í sandspyrnu fór fram á glæsilegu keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar 16. júní sl í tengslum við bíladaga. Í meðfylgjandi skjali má sjá úrslit keppninnar og stig til Íslandsmeistara. Seinni umferð fer fram á svæði BA þann 3. september nk. Úrslit og stöðu má skoða hér
Eftir keppnistímabilið 2014 var spyrnunefnd ljóst að það þyrfti að gera lítilsháttar breytingar á reglum. Þessum breytingum má skipta í þrennt: 1. Breyting á cc stærðum í götuhjólaflokkum.Spyrnunefnd hefur tekið eftir almennum vilja hjá keppendum að breyta þessu frá 900 niður í 800 og var að mat nefndarinnar að það myndi ekki hafa nein áhrif […]