Um helgina var tvöföld keppnishelgi á Akureyri en 3. umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram á laugardaginn í góðum aðstæðum. Ingvi Björn Birgisson sigraði MxOpen flokkinn með talsverðum yfirburðum og Karen Arnardóttir sigraði í kvennaflokki. Á sunnudeginum voru svo keyrðar tvær umferðir í Íslandsmótinu í enduro og aftur var það Ingvi Björn sem sigraði báðar […]
Lög Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasambands Íslands Keppnisdagatal MSÍ 2016 Keppnisreglur heildarútgáfa 2016 Þátttökuyfirlýsing Motocross dagskrá 2016 Enduro GFH dagskrá Umsókn um akstursíþróttakeppni Reglugerð um akstursíþróttir nr. 507 / 2007 Verklagsreglur v/ reglugerðar nr. 507 / 2007 Björgunaráætlun MSÍ Ís-Cross dagskrá Klaustursreglur Gerðarviðurkenningar FIM 2016 Skráningarlisti sérsmíðaðra keppnistækja hjá MSÍ
Öll keppnistæki sem taka þátt í keppnum á vegum MSÍ og aðildarfélaga þess þurfa að vera skráð og tryggð í samræmi við reglugerð 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir. Öll tæki sem fá almenna skráningu hjá Samgöngustofu þurfa að vera tryggð hefðbundinni ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns ásamt keppnisviðauka. Önnur tæki sem ekki fá skráningu (sérsmíðuð tæki, […]
Vélhjólaíþróttaklúbburinn stóð fyrir flottri keppni á Hellu um helgina. Keppnissvæðið er virkilega fjölbreytt og skemmtilegt enda var keppnin vel sótt að vanda. Yfir 80 manns stilltu sér upp á línu áður en við tók mikil barátta og dramatík. Þegar yfir lauk var það Ingvi Björn Birgisson sem sigraði í heildina í Meistaraflokki og Aron Ómarsson […]
Sumarið lofar góðu í mótorhjólaheimum en fyrsta keppnin í Íslandsmótinu í enduro fer fram á Hellu á morgun. Skráningin tók góðan kipp í lokin enda stefnir í frábært veður á Hellu á morgun. Það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn sem stendur fyrir þessari keppni þar sem verða keyrðar tvær umferðir sem skila stigum til Íslandsmeistara. Ríflega 80 manns […]
Skráning í endurokeppnina tók góðan kipp á síðustu klukkustundunum fyrir lok skráningar og nú eru tæplega 70 keppendur skráðir til keppni sem telst bara ansi gott. Vissulega hefði verið gaman að sjá þarna yfir 100 keppendur að undirbúa sig fyrir Klaustur en þannig er það bara. Nú stendur yfir upphersla á vef MSÍ og á […]
Ágæta hjólafólk, um næstu helgi fer fram fyrsta umferð í GFH Íslandsmótinu í enduro og er skráningarfrestur til miðnættis þriðjudaginn 10. maí. Ekki missa af þessu tækifæri að keyra eitt skemmtilegasta endurosvæði landsins. Skráning er hér Keppnin er haldin af Vélhjólaíþróttaklúbbnum á hinu stórskemmtilega svæði við Hellu. Keppnin fer fram þar í 3ja skiptið og […]
Já gott fólk, eftir talsverðar vangaveltur er það ákvörðun MSÍ að gera breytingar á áður kynntu flokkafyrirkomulagi og motocross dagskrá sumarsins eftir ábendingar góðra manna. Því kynnum við nú til sögunnar þrjár breytingar á fyrirkomulagi sumarsins Niðurstaðan er sú að keyra 40+ og MxOpen sem aðskilda flokka eftir hádegið í stað þess að keyra þá […]
Ágætu félagar, skv. reglum MSÍ er heimilt að endurúthluta keppnisnúmerum sem ekki hafa verið notuð í 2 ár í einni keppni eða fleirum. Þetta hefur ekki verið gert reglulega undanfarin ár og nú eru fá númer laus í kerfinu. Við höfum því tekið saman lista yfir öll númer sem hafa verið sótt um eða notuð […]