Reglur MSÍ um þáttöku í “MX of Nation”

11.12.2008

Reglur MSÍ um þáttöku í “MX of Nation”

 

  1. Til að öðlast keppnisrétt í “MX of Nation” þarf viðkomandi að vera Íslenskur ríkisborgari, vera félagi í aðildarfélagi MSÍ og hafa keppt í meistaradeild í Íslandsmótinu í MX-Open / MX-2 á árinu sem keppni fer fram.
  2. Stjórn MSÍ skipar liðsstjóra fyrir “MX of Nation” keppnisliðið.
  3. Liðsstjóri í samvinnu við stjórn MSÍ skipar í keppnisliðið.
  4. Eftir 4. umferð Íslandsmótsins (eða fyrir lokafrest FIM) verður “MX of Nation” keppnisliðið valið.
  5. 3 keppendur verða valdir til þáttöku á “MX of Nation” 2009
  6. Við val á 1. og 2. keppanda liðsins skulu valdir tveir efstu keppendur í Íslandsmóti í MX-Open eftir 4. umferð og skulu þeir flokkast í MX-1 og MX-Open flokka fyrir “MX of Nation”
  7. 3. keppnismaður liðsins skal valinn efsti keppandi í Íslandsmóti í MX-2 eftir 4. umferð Íslandsmótsins og flokkast hann í MX-2 flokk á “MX of Nation”
  8. Ef keppandi tekur ekki sæti sitt eða forfallast skal leyta til 3. keppanda í Íslandsmóti í MX-Open til þess að leysa af hólmi keppendur samkv. 6. gr. Leyta skal til 2. keppenda í Íslandsmóti í MX-2 til þess að leysa af hólmi keppanda samkv. 7. gr.
  9. Ef ekki tekst að skipa í 3 manna keppnislið eftir þessum reglum, 6.gr. 7.gr og 8.gr. áskilur stjórn MSÍ sér rétt til þess að skipa í liðið í samráði við liðsstjóra.
  10. Þegar keppnisliðið hefur verið skipað heyrir liðið undir stjórn liðsstjóra sem fylgir liðinu til keppni á “MX of Nation.
  11. Keppendur munu fá ferðastyrk frá MSÍ en munu sjálfir þurfa að standa undir kostnaði við keppnishjól og aðstoðarmenn ásamt öðrum kostnaði.
  12. MSÍ mun leita leiða til þess að afla keppnisliðinu styrkja í samráði við liðsstjóra til þess að standa undir kostnaði og munu styrkir deilast jafnt á keppendur.
  13. MSÍ hefur fullt vald yfir merkingum á keppnishjólum og keppnisgöllum keppenda.
  14. Keppendur geta verið með sína eigin kostendur en þeir þurfa þó samþykki MSÍ og liðstjóra fyrir sínum kostendum og skal leitast við að ekki verði hagsmunaárekstrar þar á.
  15. Liðsmenn geta þurft að ganga undir lyfjapróf áður en haldið verður á MxofN eftir nánari ákvörðun liðsstjóra og stjórnar MSÍ
  16. Ákvarðanir stjórnar MSÍ og liðstjóra eru endanlegar og er ekki hægt að afrýja þeim.

 

 

Stjórn MSÍ

Reykjavík. 1. nóvember. 2008

   www.msisport.is