Reglur um samþykkta þjálfara MSÍ
1. Einstaklingur sem tekur að sér þjálfun á einstaklingum í akstri keppnistækja sem falla undir reglur MSÍ / FIM geta sótt um þjálfararéttindi MSÍ.
2. Til að öðlast MSÍ þjálfararéttindi skal umsækjandi hafa lokið 1. stigs þjálfaranámskeiði ÍSÍ, hafa lokið námskeiði í skyndihjálp, hafa lokið keppnisframkvæmdar og reglu námskeiði MSÍ og hafa staðgóða þekkingu og reynslu á þeim keppnistækjum sem þjálfun tekur til.
3. Til að öðlast MSÍ þjálfararéttindi skal sækja um þau til stjórnar MSÍ skriflega. Með umsókn skal fylgja staðfesting á að umsækjandi hafi lokið ofangreindu samkv. 2. gr. ásamt ferilsskrá um kunnáttu á viðkomandi keppnistækjum.
4. Erlendur ríkisborgari sem hefur öðlast þjálfararéttindi hjá sínu landssambandi (FMN) getur sótt um MSÍ þjálfararéttindi til stjórnar MSÍ án þess að þurfa að uppfylla skilyrði samkv. 2. og 3. gr. Með umsókn skal fylgja staðfesting á því að umsækjandi hafi útgefin sambærileg réttindi frá sínu landssambandi (FMN).
5. Þeir umsækjendur sem uppfylla ofangreind skilyrði öðlast MSÍ þjálfararéttindi eftir afgreiðslu stjórnar MSÍ. Réttindin eru gefin út til 2 ára í senn og ber þá þjálfara að sækja um endurnýjun réttinda. Við endurnýjun réttinda skal þjálfari sækja námskeið hjá MSÍ eftir því sem við á.
6. Þjáfari skal fylgjast með breytingum á lögum og reglum MSÍ og sækja sér uppfærslur á heimasíðu sambandsins.
7. Allir samþykktir MSÍ þjálfarar verða birtir á nafnalista yfir þá sem hafa öðlast MSÍ réttindi til þjálfunar og framkvæmdar akstursíþróttamóta á heimasíðu sambandsins.
Stjórn MSÍ
Reykjavík. 10. janúar. 2011
www.msisport.is

