Rúmlega 90 keppendur í Sólbrekku

6.8.2009

Það eru rúmlega 90 keppendur skráðir til leiks í 4. umferð Íslandsmótsins í MX sem fer fram á akstursíþróttasvæði VÍR við Sólbrekku á laugardaginn 8.ágúst (við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, beygið til Grindavíkur og akið ca. 2 km. þar er beygt til hægri að átt að vatninu)

Brautin hefur öll verið tekin í gegn og rigningin í dag hjálpar klárlega til við að gera hana enn skemmtilegri fyrir keppendur á laugardaginn.

Við minnum keppendur á að prenta út dagskrá og reglur sem er að finna hér á síðunni undir “reglur”.

Hringja svo í vini og vandamenn, frænkur og frænda, ömmu og afa og starfsfélagna og drífa þá á staðinn, frábær skemmtun fyrir 500 kall.

kv. Stjórn MSÍ