Eftirfarandi samantekt barst stjórn MSÍ frá Magnúsi Sveinssyni um sjónvarpsmál og útsendingar frá mótum MSÍ keppnistímabilið 2009
Samantekt um birtingu í fjölmiðlum.
Ég ákvað að taka saman smá samantekt um umfjöllum fjölmiðla á sportinu okkar í sumar.
Ég sendi fréttatilkynningu á alla stærstu fjölmiðla landsins fyrir hverja keppni og reyndi eftir besta megni að koma sportinu á framfæri. Aðalmarkmiðið var samt að gera sjónvarpsþætti um Motocrossið sem sýndir voru í Sjónvarpinu og einnig hafði ég gott aðgengi að fréttastofunni.
Hér fyrir neðan sjáið þið helstu tölur um birtingar og fleira:
Það voru gerðir fimm þættir um motocrossið í sumar, einn um hverja keppni og hver var 27 mínútur að lengd.
Allir þættirnir voru sýndir tvisvar sinnum nema fyrsti þátturinn var sýndir þrisvar sinnum. Það gerir samtals 11 sýningar, 297 mínútur.
Stiklur fyrir þættina voru sýndar 62 sinnum og gerir það 31 mínútu í birtingu.
Ég kom inn frétt frá öllum motocrosskeppnun sumarsins inn í aðalfréttatíma Sjónvarpsins kvöldið eftir keppni, þessi innskot voru 60 til 90 sekúndur, einnig komu 90 sekúndna fréttir frá tveimur endurókeppnum. Samtals eru þetta 8 mínútur í birtingu á “prime time”. Einnig birti Stöð 2, 60 sekúndna frétta um Off Road Challenge keppnina í sínum fréttatíma.
Útvarpstöðvar fjölluðu einnig eitthvað um keppnirnar í vikunni áður en þær fóru fram en erfitt er að segja til um hvað það var mikið, ég heyrði útvarpsmenn Bylgjunnar fjalla nokkru sinnum um þetta í miðri viku og svo voru Simmi og Jói duglegir að plögga þessu í sínum þætti á laugardagsmorgnum. Og ég mætti ásamt Ragnari Inga í eitt viðtal í morgunþættinum Zúúber á FM957 fyrir eina keppni.
Þrisvar sá ég fréttatilkynningar um keppnir birtast í blöðunum, bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið birti tveggja dálka grein með mynd fyrir Álfsneskeppnina og einnig sá ég tilkynningu um Sólbrekkukeppnina í Fréttablaðinu sama dag og hún var haldin. Ég var ekki að fylgjast mjög grant með blöðunum þannig að það getur verið að um fleiri birtingar hafi verið að ræða.
Ég sendi úrslit með myndum á blöðin eftir keppnir en varð ekki var við að umfjöllun um það birtist, enda blöðin orðin mjög þunn núna í kreppunni, en vissulega er það eitthvað sem þarf að bæta úr.
Ekki er allt búið enn, því það á eftir að sýna sjónvarpsþátt um ferð landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina sem fram fór í byrjun október á Ítalíu. Hann verður 35 mínútur að lengd og verður sýndur í Sjónvarpinu sunnudaginn 1. nóvember og endursýndur helgina á eftir.
Með bestu kveðju
Magnús Þór Sveinsson

