Föstudaginn 9.nóvember klukkan 15.00 – 19.00 stendur Íþróttaakademían fyrir námskeiði í íþróttalögfræði.
Efni: Umfjöllun um þá samninga sem íþróttafélög gera, hvort heldur ráðningasamningar, leikmannasamningar, styrktarsamningar, eða almennar yfirlýsingar og önnur skjöl. Farið yfir lög og reglugerðir sérsambandanna er lúta að samningum og samningagerð. Umfjöllun um samningatækni. Umfjöllun um sáttamiðlun sem tengist samningaviðræðum í íþróttafélögum. Nokkuð verður fjallað um sérstöðu samningagerðar innan íþrótta.
Fyrir hverja: Fyrir stjórnendur íþróttafélaga (bæði stjórnarmenn, starfsmenn sem og sjálfboðaliða sem starfa í nefndum og deildum félaga). Einnig fyrir þá afreksíþróttamenn sem stefna á að hafa atvinnu af því að stunda íþróttir í framtíðinni.
Hvar: Í Íþróttaakademíunni, Reykjanesbæ Tímafjöldi: 4 kennslustundir (50 mín)
Kennari: Unnar Steinn Bjarndal, héraðsdómslögmaður og umboðsmaður íþróttamanna.
Kennsluefni: PP glærum og ljósritum dreift af kennara. Verð: kr. 9.000. Skráning á akademian@akademian.is og í síma 420-5500
Skáningu lýkur í dag 6/11
Kaffi og léttar veitingar í boði Við skráningu þarf að koma fram: