28. október. 2011
Kæru formenn,
Hér með er boðað til formannafundar aðildarfélaga MSÍ og Þings Mótorhjóla og Snjósleðaíþróttasambands MSÍ sem haldið verður laugardaginn 12. nóvember 2011 í fundarsal á annari hæð í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík.
Formannafundur hefst kl: 10:30 – 13:00
Matarhlé frá kl: 13:00 – 14:00
MSÍ þing hefst kl: 14:00
Dagskrá þingsins verður haldin samkvæmt lögum MSÍ.
Stjórn MSÍ vill minna aðildarfélögin á mikilvægi þess að mæta á þingið og taka virkan þátt í stefnumótun sambandsins.
Formenn aðildarfélaga eru beðnir að skila inn kjörbréfum sinna aðildarfélaga samkvæmt lögum MSÍ.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Karls Gunnlaugssonar formanns MSÍ á kg@ktm.is

