Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari í Moto-Cross kvennaflokki mun keppa í öllum mótum heimsmeistarakeppninnar í Womens Moto-Cross árið 2009. Keppnisröðin er er keyrð með völdum keppnum í heimsmeistarakeppninni í MX1 og MX2. Youthstream í samstarfi við FIM og landssambönd standa að mótaröðinni. Fyrsta keppnin sem Signý keppir í fer fram nú um helgina í Búlgaríu og verður hægt að fylgjast með henni á www.motocrossmx1.com
Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur tekur þátt í heilli mótaröð í heimsmeistarkeppni í akstursíþróttum.
Keppnisnúmer Signýar er #43 og verður gaman að fylgjast með árangri hennar í sumar, áfram Signý.

