Skráðir keppendur í 1. & 2. umferð íslandsmótsins í Enduro

15.5.2008

Nú er skráningu lokið í 1. & 2. umferð íslandsmótsins í Enduro sem fer fram í Bolaöldu laugardaginn 17. maí. Fjöldi keppenda er 128, þrátt fyrir þennan mikla fjölda þá eru aðeins 25 keppendur í meistaraflokki. Annars skiptast keppendur á milli flokka á eftirfarandi hátt:

Meistaraflokkur E1: 12
Meistaraflokkur E2: 11
Meistaraflokkur E3: 2

Tvímenningsflokkur: 11 (22)

Baldursdeild: 81

Þegar keppnisskýrslan er skoðuð kemur áhugaverð tölfræði í ljós. Í Meistaraflokki þá eru 36% keppenda ekki búnir að ákveða á hvernig keppnistæki þeir verða, en aðeins 30% keppenda í Baldursdeild eiga eftir að ákveða keppnistæki. Það er svipað upp á teningnum með MSÍ sendanúmer, trúlega eru fleiri leigusendar í Baldursdeild en Meistaradeild. Í Baldursdeild vantar upplýsingar um MSÍ sendanúmer vegna 59% keppenda en 44% í Meistaradeild.

MSÍ gaf út sérstakar leiðbeiningar fyrir keppendur vegna “Mín síða”. Af tölfræðinni hér að ofnan þá verður að teljast líklegt að þeir keppendur sem ekki hafa uppfært upplýsingar á “Mín síða” telji það ekki í sínum verkahring að gera það.

Því skorar Motocross og Enduronefnd á keppendur að taka sér tak og koma sínum upplýsingum á hreint.

Nokkri keppendur skráðu sig með röngu keppnisnúmeri, þeir eru núna númeralausir í keppnisskýrslunni. Til þess að klára málið verða þeir að sækja um keppnisnúmer fyrir laugardaginn. Það er rétt að minna á það að þeir keppendur sem ekki hafa keppnisnúmer geta aðeins sótt um númer yfir 500.

Hér er keppnisskýrslan